fbpx
Miðvikudagur 14.ágúst 2024
Fókus

Svona varð brúðkaupsterta Páll Óskars í Gleðigöngunni til

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 11:30

Páll Óskar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson og eiginmaður hans Edgar Antonio Lucena Angarita vöktu mikla athygli í Gleðigöngu Hinsegin daga sem fram fór síðastliðinn laugardag.

Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga þegar gengið er frá Hallgrímskirkju að Hljómskálagarði. Fjöldi vagna var í göngunni í ár og að vanda var vagn Páls Óskars síðastur í röðinni. Á vagninum var risastór brúðkaupsterta og stóðu hjónin efst á henni.

Í myndbandi sem Páll Óskar birti fyrr í dag má sjá hvernig brúðkaupstertan varð að veruleika.

Hjónin giftu sig í mars og segist Páll Óskar aldrei hafa verið hamingjusamari. Antonio er flóttamaður frá Venesúela og langflestir á vagninum voru samlandar hans sem búa hér á landi og eru að fóta sig í nýju samfélagi. Í eldræðu Páls Óskars á laugardag sagði hann brúðartertu þýða ýmislegt, þar á meðal að réttindabarátta allra sé samtvinnuð, það komi öllum við ef/þegar lygum og óhróðri sé dreift um aðra.

„Gefum fólki frelsi til að vera það sjálft.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Drew Barrymore afhjúpar upprunalega endi 50 First Dates – „Þetta hefði eyðilagt mig“

Drew Barrymore afhjúpar upprunalega endi 50 First Dates – „Þetta hefði eyðilagt mig“
Fókus
Í gær

Elle King um hvernig það var að alast upp með Rob Schneider sem föður – „Hann sendi mig í megrunarsumarbúðir“

Elle King um hvernig það var að alast upp með Rob Schneider sem föður – „Hann sendi mig í megrunarsumarbúðir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gríðarleg gróska í íslensku jazzsenunni

Gríðarleg gróska í íslensku jazzsenunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þekktur leikari úr Scarface fannst látinn

Þekktur leikari úr Scarface fannst látinn