fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Ljósbrot í forvali Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 10:54

Katla og Elín í hlutverkum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska leikkonan Juliette Binoche, forseti Evrópsku kvikmyndaakademíunar, tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að Ljósbrot kvikmynd Rúnars Rúnarssonar er á meðal þeirra mynda sem valdar hafa verið til forvals Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Er þetta enn ein rósin í hnappagatið hjá aðstandendum myndarinnar.

Ljósbrot var í vor opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes og hlaut myndin standandi lófaklapp áhorfanda sem og frábæra dóma kvikmyndagagnrýnenda. Til að mynda hafa helstu kvikmyndatímarit heims, Hollywood Reporter og Screendaily, sett Ljósbrot á lista yfir bestu myndirnar á Cannes hátíðinni í ár. Einnig hefur Ljósbrot unnið til fernra alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna í sumar.

Ljósbrot verður frumsýnd á Íslandi 28. ágúst og sjá Sambíóin um dreifingu. Með aðalhlutverk fara Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber,  Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum.                                                

Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr.

„Þegar saman koma, ótrúlega góður leikarahópur, frábært fagfólk og listafólk, þá geta stórkostlegir hlutir gerst. Við erum ótrúlega stolt af öllu þessu fólki og erum þeim þakklát fyrir að hafa skapað þetta fallega verk með okkur. Jarðvegur sem einkaaðilar og stjórnvöld hafa ræktað undanfarin ár hefur einnig verið ómetanlegur í öllu þessu ferli,“ segir Rúnar.

Nýlega var einnig tilkynnt að O (Hringur) einnig eftir Rúnar hefði verið valin í keppni stuttmynda á hinni virtu kvikmyndahátíð í Feneyjum sem fer fram í byrjun september. Ljósbrot og O (Hringur) voru auk þess í síðustu viku valdar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Toronto, sem er stærsta og ein mikilvægasta kvikmyndahátíðin vestanhafs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 3 dögum

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“