fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fókus

Gengur brösulega að halda í starfsfólk – Starfsmannastjórinn forðaði sér eftir aðeins 3 mánuði í starfi

Fókus
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr á þessu tilkynntu hertogahjónin Harry Bretaprins og Meghan Markle að þau hefðu ráðið til sín nýjan starfsmannastjóra, Josh Kettler, sem væri rétti maðurinn til að leiðbeina Harry í næstu verkefnum prinsins. DailyMail greinir nú frá því að Keller hafi hætt störfum skyndilega eftir aðeins þrjá mánuði.

Þetta er talið sýna hversu erfitt það er fyrir hertogahjónin að halda í starfsfólk, en heimildarmenn úr starfsliði þeirra segja starfsánægju litla.

„Það sem lýsir þessu best er að allan tímann sem ég starfaði hjá þeim þá heyrði ég, að mig minnir, ekki nokkurn þáverandi eða fyrrverandi starfsmann segja að þau myndu þiggja starfið ef þeim yrði boðið það aftur. Þetta eru ekki starfsmenn sem þau fundu bara úti á götu. Þetta eru margir sem hafa áður skarað fram úr í störfum fyrir erfiða vinnuveitendur hjá þekktum fyrirtækjum og stofnunum,“ sagði fyrrverandi starfsmaður við miðilinn.

Greint var frá því í apríl að Meghan hafði þá ekki tekist að finna framkvæmdastjóra fyrir nýja lífstílsmerki sitt, American Riviera Orchard, þrátt fyrir að hafa auglýst starfið og fengið marga til sín í viðtal. Meghan mun vona að þetta merki, sem leggur áherslu á heimilishald, garðyrkju, matargerð og lífstílsvörur, verði farsælt.

Kettler sé enn einn starfsmaðurinn sem hefur sagt skilið við hjónin síðan þau fluttu til Bandaríkjanna fyrir fjórum árum síðan. Meðal þeirra sem hafi látið sig hverfa eru margir toppar hjá framleiðslufyrirtæki þeirra, Archewell, samskiptastjóri, markaðsstjóri og fleiri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bill Gates: „Þetta eru mistökin sem ég sé mest eftir“

Bill Gates: „Þetta eru mistökin sem ég sé mest eftir“
Fókus
Í gær

Beggi Ólafs fagnaði stórum áfanga – „Það er erfitt trúa þessu“

Beggi Ólafs fagnaði stórum áfanga – „Það er erfitt trúa þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er ólög að fólk sem finnur einu leiðina til að bjarga lífi sínu sé að gera ólöglega hluti“

„Það er ólög að fólk sem finnur einu leiðina til að bjarga lífi sínu sé að gera ólöglega hluti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“

„Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“