fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fókus

Drew Barrymore afhjúpar upprunalega endi 50 First Dates – „Þetta hefði eyðilagt mig“

Fókus
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 11:57

50 First Dates.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Drew Barrymore kom aðdáendum kvikmyndarinnar 50 First Dates heldur betur á óvart þegar hún greindi frá því að myndin hefði átt að enda öðruvísi en hún gerði.

50 First Dates kom út árið 2004 og fór Drew með aðalhlutverk ásamt leikaranum Adam Sandler.

Myndin fjallar um Henry (Adam Sandler) sem kynnist Lucy (Drew Barrymore). Strax fljúga neistar og verða þau mjög skotin í hvort öðru. Næsta dag skilur Henry ekkert í því af hverju Lucy man ekki eftir honum. Hann kemst þá að því að hún þjáist af skammtímaminnisleysi og gleymir alltaf deginum áður. Hann er þó staðráðinn að láta sambandið ganga og reynir á hverjum degi að heilla hana.

Myndin endar vel, þau eru hamingjusöm og eiga fjölskyldu saman. Allir morgnar byrja á því að Lucy horfir á myndband frá Henry sem segir henni að hún eigi eiginmann og börn. Allt er gott sem endar vel, eða er það ekki?

Leikkonan Drew Barrymore greindi frá því í spjallþættinum The Drew Barrymore Show á dögunum að upprunalegi endir myndarinnar hafi verið allt öðruvísi. Lucy sagði við Henry að fara og leita að ást annars staðar þar sem þetta væri ekkert líf með henni.

„Hún sagði við hann: „Farðu og lifðu lífinu. Því þetta er ekkert líf hérna.“ Og hann fór í burtu. Svo kom hann til baka og gekk inn á veitingastaðinn og settist niður og sagði: „Hæ, ég heiti Henry.“ Og myndin endar.“

@thedrewbarrymoreshow 🤯🤯🤯 #50FirstDates #movie #film #movies #drewbarrymore ♬ original sound – thedrewbarrymoreshow

Ross Mathews, sjónvarpsmaður og meðstjórnandi hennar í spjallþættinum, sagðist vera feginn að þau hafi ákveðið að breyta, því þessi endir hefði eyðilagt hann.

Klippa úr þættinum þar sem Drew greinir frá þessu hefur verið að vekja mikla athygli á netinu.

„Vá, ég elska þennan endi,“ sagði einn.

„Þetta er bókaendir,“ sagði annar.

„Veistu, ég elska allt við 50 First Dates, en vá, þessi endir hefði haft áhrif á mig,“ sagði ein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona notar þú Google Keep

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona notar þú Google Keep
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir hugvíkkandi efni opna svarta boxið innra með okkur – „Þar er sársaukinn, þar eru öll leyndarmálin, þar er líka gullið“

Segir hugvíkkandi efni opna svarta boxið innra með okkur – „Þar er sársaukinn, þar eru öll leyndarmálin, þar er líka gullið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“