fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fókus

Hún hunsaði þessi sjúkdómseinkenni – Nú vill hún vara aðra við

Fókus
Sunnudaginn 11. ágúst 2024 09:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brooke Jordyn er tvítug bandarísk kona. Hún hefur verið greind með krabbamein og hefur stigið fram til að vara aðra við því að hunsa ekki einkennin eins og hún hafi upphaflega gert.

Jordyn glímir nú við eitilfrumukrabbamein nánar tiltekið Hodgkins sjúkdóm ( e. Hodgkins lymphoma). Hún vill vara aðra við því að gera eins og hún gerði fyrst þegar hún fór að finna fyrir einkennum og hunsa þau. Jordyn hvetur fólk eindregið til að hlusta á líkama sinn.

Jordyn lýsir því í myndbandi á TikTok hvaða einkenni sjúkdómsins hún hafi hunsað. Þetta voru meðal annars þreyta, þyngdartap og nætursviti. Einkennin fóru fyrst að bera á sér fyrir meira en ári síðan en Jordyn gerði ekkert í málinu. Í desember síðastliðnum sýndi hún systur sinni hnúð sem hún var með undir öðrum handarkrikanum. Í kjölfarið fór Jordyn loks til læknis en hnúðinn sá hún sjálf fyrst í ágúst í fyrra.

Læknirinn taldi fyrst líklegt að um væri að ræða alsaklausa blöðru. Hann sendi Jordyn þó í ómskoðun sem leiddi ekki í ljós hvað var nákvæmlega um að ræða. Því næst var tekið vefjasýni og tók tvær vikur að fá niðurstöðuna. Í lok febrúar, viku fyrir tvítugsafmælið, fékk hún loks formlega greiningu. Hún var með eitifrumukrabbamein.

Örþreytt

Eitt af einkennum þessarar gerðar eitilfrumukrabbameins, Hodgkins, eru sársaukalausar bólgur í eitlum í handakrikum, hálsi eða nára. Önnur helstu einkenni sjúkdómsins sem Jordyn hunsaði eru mikið þyngdartap, of mikill eða of lítill svefn, járnskortur, nætursviti, skyndileg mæði og erfiðleikar við að einbeita sér.

Jordyn segir að meðal annars hafi hún svitnað afar mikið á nóttunni og orðið svo þreytt að hún hafi átt í erfiðleikum með að standa upp. Hún hafi einnig ekki getað gengið upp stiga þar sem hún hafi orðið svo móð.

Hún leggur þó áherslu á að hafi fólk þau einkenni, eða eitthvert þeirra, sem hún var með og hunsaði þýði það ekki sjálfkrafa að viðkomandi sé með krabbamein. Aðalatriðið sé að leita til læknis.

Jordyn gengst nú undir lyfjameðferð við krabbameininu. Hvort það hefur einhver á áhrif á hversu áhrifarík meðferðin verður að krabbameinið hafa fengið að grassera óáreitt í nokkra mánuði skal hins vegar ósagt látið.

Mirror greindi frá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir mikilvægustu sjálfsræktina felast í þessu

Ragnhildur segir mikilvægustu sjálfsræktina felast í þessu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paris Hilton birtir sláandi myndband af heimili sínu

Paris Hilton birtir sláandi myndband af heimili sínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu