fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Fókus

Hin djarfa Julia Fox kemur út úr skápnum

Fókus
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Julia Fox vakti athygli fyrir nokkru þegar hún átti í stuttu sambandi við rapparann Kanye West. Þá og síðan hefur hún vakið mikla athygli fyrir djarfan klæðnað sem gjarnan skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið.

Hún kom aðdáendum sínum á óvart á mánudaginn þegar hún sagði í svari við öðru myndbandi á TikTok að hún sé samkynhneigð. Í myndbandinu sem hún svaraði var netverji að segjast elska að sjá lesbíu með kærastanum sínum. „Ég hugsa bara ooooh þú greinilega hatar þennan mann. Þú bókstaflega hatar hann“.

Julia svaraði myndbandinu og viðurkenndi: „Hey þetta var einu sinni ég. Ég var sú lesbía. Fyrirgefið mér strákar. Mun ekki gerast aftur.“

Höfundur upprunalega myndbandsins varð forviða og velti því fyrir sér hvort hún hafi orðið til þess að leikkonan kom út úr skápnum. Julia Fox hefur áður gefið til kynna að hún sé ekki gagnkynhneigð. Árið 2022 sagðist hún í viðtali vera að íhuga að byrja með konum.

„Kannski höfðu mínir fyrrverandi kærastar ekki rangt fyrir sér þegar þeir kölluðu mig lesbíu og kvörtuðu yfir að ég vildi ekki stunda með þeim kynlíf.“

Fyrr á þessu ári greindi hún frá því að hún hafi stundað skírlífi í rúmlega tvö ár og játaði að hún hafi aldrei sængað hjá Kanye West á meðan þau áttu í ástarsambandi.

„Mér finnst ég bara ekkert græða á því að stunda kynlíf, ekki einu sinni börn. Nei ég er að djóka,“ sagði hún í viðtali í maí, en hún á þriggja ára son með fyrrverandi kærasta. Julia var þá að tjá sig um þá stöðu sem upp er komin í Bandaríkjunum eftir að Hæstiréttur sneri við fordæmi sínu í máli sem kallast Roe v. Wade, en með þeirri vendingu nýtur þungungarrof ekki lengur verndar stjórnarskrárinnar þar í landi. Þar með er það undir hverju ríki Bandaríkjanna fyrir sig komið að ákveða hvort þungunarrof sé heimilt eða ekki. Mörg ríki ákváðu í kjölfarið að nánast banna þungunarrof með öllu sem þykir gríðarlega alvarlegt bakslag í baráttu kvenna fyrir því að hafa vald yfir eigin líkama. Julia Fox sagðist í kjölfarið hafa ákveðið að stunda ekki kynlíf þar sem áhættan væri hreinlega meiri heldur en ávinningurinn.

ET greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“