fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Fókus

Bjarni og Bjarmi eru hjón – Þakk­látir að búa þar sem þeir geta gifst ástinni sinni

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. júlí 2024 12:55

Bjarmi og Bjarni Mynd: Facebook/Karítas Guðjóns

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Snæbjörnsson, leikari og athafnastjóri með meiru og Bjarmi Fannar,  vöruhönnuður og yfirflugþjónn hjá Icelandair, giftu sig þann 21. júní síðastliðinn.

„Í hjörtum okkar ríkir þakklæti fyrir það að búa í landi þar sem við tveir getum gifst manneskjunni sem við elskum,“ segja Bjarni og Bjarmi sem hafa verið saman í nokkur ár. Um helgina birtu þeir færslu á samfélagsmiðlum þar sem þeir segja frá því að þeir hafi ákveðið með stuttum fyrirvara að gifta sig á viðburði Siðmenntar, Hoppað í hnapphelduna, í Ráðhúsi Reykjavíkur.

„Föstudaginn 21. júní þurfti að þrífa bílinn, sækja hundapössunarpíuna á Keflavíkurflugvöll (því við vorum á leið til Ítalíu) skúra og græja og gera.

Við ákváðum að skjóta því inn í dagsplanið að gifta okkur á viðburði Siðmenntar “Hoppað í hnapphelduna” í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Bjarmi bjó til fallega barmskreytingu á jakkana okkar, við skunduðum prúðbúnir í miðbæ Reykjavíkur og áttum dásamlega stund með Ingu Auðbjörgu.

Einu vitnin voru tónlistarfólkið, starfsmenn Siðmenntar og endurnar á tjörninni því við vildum gera þetta einir; ekki einu sinni foreldrar okkar fengu að koma þó þau hafi vitað af ráðahagnum því þau þurftu að vera vottar. 

Þannig fögnuðum við ástinni á fullu tungli, á fyrsta degi í krabbamerkinu og á sama sólarhring og sumarsólstöður. Það var magnað, fallegt, satt, rétt, effortless, einfalt og kærleiksríkt. Fullkomið fyrir okkur. 

Í hjörtum okkar ríkir þakklæti fyrir að búa í landi þar sem við tveir getum gifst manneskjunni sem við elskum.

Gleðilegt sumar elsku öll – lifi ástin.“

Eftir athöfnina drifu hjónin sig síðan til Ítalíu sem átti upphaflega að vera sumarfrí, en varð að brúðkaupsferð.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Bᴊᴀʀᴍɪ (@bjarmii)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjó einu sinni með Hugh Hefner en býr nú í tjaldi

Bjó einu sinni með Hugh Hefner en býr nú í tjaldi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndasmiður stórstjarnanna á leið til Íslands

Myndasmiður stórstjarnanna á leið til Íslands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fólk heldur að hún sé heimavinnandi húsmóðir – „Ég þéna 270 þúsund krónur á viku á „nuddstofu““

Fólk heldur að hún sé heimavinnandi húsmóðir – „Ég þéna 270 þúsund krónur á viku á „nuddstofu““