fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Fókus

Jakob Bjarnar opinberar „lögmálið“

Fókus
Laugardaginn 6. júlí 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þjóðþekkti blaðamaður Jakob Bjarnar Grétarsson gerir fyrirbrigði nokkurt sem hann kallar „lögmálið“ að umtalsefni á Facebook-síðu sinni. Snýst þetta lögmál að sögn Jakobs um að þegar sem fámennast er í karlaklefum sundlauganna þá gerist það einatt að þegar einn sundlaugargestur komi úr sturtu eftir sundferðina, eins og reglur gera ráð fyrir án fata, þá séu föt viðkomandi nánast alltaf einmitt í skáp sem er í eins mikilli nálægð og mögulegt er við skáp annars karlmanns sem er þá sjálfur nýkominn úr sturtunni og á eftir að klára að klæða sig. Miðað við færsluna og athugasemdir sem ritaðar hafa verið við hana kannast margir aðrir karlmenn við þetta lögmál.

Jakob segir í færslunni frá nýlegri sundferð. Þegar hann hafi komið úr sturtu hafi berrassaður eldri maður setið við skápana þar sem sundgestir geyma föt sín og haft sig til í rólegheitum. Maðurinn hafi verið sá eini í herberginu en hins vegar setið einmitt fyrir framan skáp Jakobs sem hafi þar af leiðandi ekki komist að honum.

Velti fyrir sér hvort honum þætti þetta ekkert skrítið

Jakob segist hafa í fyrstu orðið vandræðalegur og ekki vitað hvað best væri fyrir hann að gera. Maðurinn hafi hins vegar verið viðræðugóður og þeir farið að spjalla saman á meðan viðkomandi hélt áfram að hafa sig til. Hann hafi tjáð Jakobi meðal annars að hann færi í sund á hverjum degi. Spjallið hafi verið fínt en Jakob segist ekki hafa getað komist hjá því að velta einu fyrir sér:

„Ég komst ekkert í skápinn en þetta var ágætis spjall. Og við kvöddumst með virtum. En ég velti fyrir mér hvort honum hafi ekki þótt neitt einkennilegt að ég væri svo áhugasamur um þetta kurteisishjal að ég léti mig ekki muna um að taka þátt í því á sprellanum?“

Jakob virðist hafa lent í slíkum aðstæðum áður:

„Ég fór að velta fyrir mér þessu sérkennilega atriði að alltaf þegar maður kemur að skápnum sínum og það er kannski bara einn eða tveir í skiptiklefanum, þá bregst ekki að allir eru með skáp sinn í einum hnapp.“

Síðan hélt maðurinn sína leið og Jakob gat þá loks farið að klæða sig. Þegar hann var langt kominn með það endurtók sams konar atburðarás sig. Maður kom úr sturtunni og þurfti einmitt að komast í skápinn við hlið skáps Jakobs sem segir að þá hafi hann ekki getað setið á sér lengur og orðið að ræða þetta við manninn:

„Ég gat ekki stillt mig og tautaði: Alveg er þetta merkilegt… Hann horfði á mig og sagði þýðingarmiklum tóni: „Lögmálið?“ Og við kinkuðum báðir kolli.“

Hver stýrir þessu?

Þegar þessi orð eru rituð hafa á þriðja hundrað manns líkað við færsluna og þó nokkrir tekið undir í athugasemdum um að þeir kannist við þetta.

„Þetta þekkja allir fastagestir sundlauga. Þetta er bara svona,“ skrifar einn karlmaður.

Ein kona segir að ekki sé óalgengt að svona gerist einnig í kvennaklefum

Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar vill fá að vita meira:

„Þetta er lögmálið. Mig langar samt svo gjarnan að vita lögmál hvers, en amk lögmálið.“

Við þessu hefur Jakob lítil svör:

„Það er einmitt það sem er svo dularfullt; hver stýrir þessu og til hvers? Ég skil ekki neitt.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Móeiður tók ákvörðun um að eignast ekki börn – „Ég hef ekki fengið þessa tilfinningu en það er rosa pressa frá samfélaginu“

Móeiður tók ákvörðun um að eignast ekki börn – „Ég hef ekki fengið þessa tilfinningu en það er rosa pressa frá samfélaginu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Augnablikið sem sagði stjörnugestunum að yfirgefa partý Diddy áður en allt færi úr böndunum

Augnablikið sem sagði stjörnugestunum að yfirgefa partý Diddy áður en allt færi úr böndunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndasmiður stórstjarnanna á leið til Íslands

Myndasmiður stórstjarnanna á leið til Íslands
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fólk heldur að hún sé heimavinnandi húsmóðir – „Ég þéna 270 þúsund krónur á viku á „nuddstofu““

Fólk heldur að hún sé heimavinnandi húsmóðir – „Ég þéna 270 þúsund krónur á viku á „nuddstofu““
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigmar og Sandra fóru nakin í heita pottinn með vinum og það varð ekki aftur snúið

Sigmar og Sandra fóru nakin í heita pottinn með vinum og það varð ekki aftur snúið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nicole Kidman vekur athygli í erótískum trylli – Mótleikarinn er 29 árum yngri

Nicole Kidman vekur athygli í erótískum trylli – Mótleikarinn er 29 árum yngri