fbpx
Laugardagur 06.júlí 2024
Fókus

Auður gefur út nýtt lag og heldur tónleika – „Þetta er lítið lag um að vera skotinn í stelpu.“

Fókus
Fimmtudaginn 4. júlí 2024 11:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Auður gefur út nýtt lag á morgun og mun halda tónleika á Græna hattinum þann 12. júlí og svo í Gamla Bíó þann 13. júlí. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Lagið sem kemur út á morgun heitir Klórför. „Þetta er lítið lag um að vera skotinn í stelpu. Opnunarlínan er bein vísun í eitt af þekktustu söngtextum Halldórs Laxness. Um að gera að stela  nokkrum línum af Laxness.“

Auður, eða Auðunn Lúthersson eins og hann heitir réttu nafni, er búsettur í Los Angeles þar sem hann vinnur við lagasmíðar og upptökur.

„Þetta eru einu Auður tónleikarnir í bili. Bara partý. Mér líður vel í Los Angeles og ætla mér að vera þar áfram. Ég er kominn með ágætis tengslanet og veit ég er rétt að byrja mitt ævintýri í stórborginni. Þar vinn ég við lagasmíðar og ég kann vel við mig í harkinu þar. Standardinn er hár og mikið af hæfileika sem fyllir mig innblæstri. Svo er bara svo gaman að vinna með fólki frá öllum heimshornum

„Það er búið að vera rosa gaman að koma heim til Íslands. Miðnætursólin er svo rómantísk og gott að hitta gamla vini og fjölskylduna.“

Miðasala á tónleikana fer fram í gegnum tix.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sendir skýr skilaboð í skilnaðarkrísu

Sendir skýr skilaboð í skilnaðarkrísu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Umdeilda spjallþáttadrottningin opnar sig um útskúfunina – „Það má segja margt um mig, en ég er ekki andstyggileg“

Umdeilda spjallþáttadrottningin opnar sig um útskúfunina – „Það má segja margt um mig, en ég er ekki andstyggileg“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að hjónabandið hafi verið búið fyrir mörgum mánuðum

Segir að hjónabandið hafi verið búið fyrir mörgum mánuðum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Brúðkaupið breyttist í martröð þegar gestir voru látnir standa klukkutímunum saman svangir úti í kuldanum

Brúðkaupið breyttist í martröð þegar gestir voru látnir standa klukkutímunum saman svangir úti í kuldanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er búin að horfa milljón sinnum á fallega lagið sem þú samdir til mín“

„Ég er búin að horfa milljón sinnum á fallega lagið sem þú samdir til mín“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eva var send heim af bráðamóttökunni með laxerolíu – „Það hvarflaði ekki að neinum að ég væri með krabbamein“

Eva var send heim af bráðamóttökunni með laxerolíu – „Það hvarflaði ekki að neinum að ég væri með krabbamein“