fbpx
Föstudagur 05.júlí 2024
Fókus

Símanum hennar var stolið í fríinu – Þessi einföldu mistök kostuðu hana rúmlega tvær milljónir

Fókus
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 14:44

Mynd/TikTok/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska konan Lydia Coates var í fríi í Zante í Grikklandi þegar símanum hennar var stolið.

Hún varar aðra við að gera sömu mistök og hún: Að hafa einfalt lykilorð á símanum. En hún segir að vegna þess að hún hafi verið með – þá gátu þjófarnir opnað símann hennar og komist inn í heimabankann hennar og stolið 12 þúsund pundum eða um 2,1 milljónum krónum.

„Ef þú ert að fara í ferðalag með vinkonum þínum og vinum, ekki gera sömu mistök og ég!“ sagði hún við fylgjendur sína á TikTok. „Þessi mistök kostuðu mig rúmlega 2,1 milljón.“

Lydia var í bátsferð með um fimmtíu manns þegar hún áttaði sig á því að síminn hennar væri ekki lengur í veskinu. Hún lét fólkið vita sem var að sjá um partýið í bátnum og það sagðist ætla að leita á öllum þegar báturinn kæmi í höfn.

„Mín mistök voru að treysta þeim, því að sjálfsögðu leituðu þau ekki á öllum,“ segir hún.

Þetta var rétt svo byrjunin.

„Önnur mistök voru að setja ökuskírteinið mitt í hulstrið aftan á símanum. Afmælisdagurinn minn, sem er á ökuskírteininu, er lykilorðið í símann minn og líka lykilorðið fyrir heimabankann minn.“

Þjófarnir áttuðu sig á því og millifærðu rúmlega 2,1 milljón á annan reikning. Þar að auki mun Lydia alltaf vera í hættu að þjófarnir steli auðkenni hennar, taki út lán á nafninu hennar þar sem þeir eru með aðgang að öllum hennar persónulegu upplýsingum.

„Lærdómurinn sem þið ættuð öll að draga af þessu er að aldrei setja skilríki í símahulstrið þegar þið farið í frí, eða bara aldrei!“

Lydiu tókst að fá peninginn til baka, ekki með aðstoð lögreglunnar í Zante, sem hún segir að hafi alls ekki verið hjálpleg. En með því að fara á marga fundi hjá bankanum og lögreglunni, skipta um bankareikninga, loka gömlu og tilkynna millifærsluna sem þjófarnir gerðu, þá tapaði hún engu nema auðvitað símanum og ökuskírteininu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi Vill opinberar loksins kærustuna

Simmi Vill opinberar loksins kærustuna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var að taka upp efni fyrir OnlyFans í Reynisfjöru þegar hópur ferðamanna kom að henni

Var að taka upp efni fyrir OnlyFans í Reynisfjöru þegar hópur ferðamanna kom að henni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eva var send heim af bráðamóttökunni með laxerolíu – „Það hvarflaði ekki að neinum að ég væri með krabbamein“

Eva var send heim af bráðamóttökunni með laxerolíu – „Það hvarflaði ekki að neinum að ég væri með krabbamein“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einföld leið til að sjá hvort einhver sé undir eða yfir þrítugu

Einföld leið til að sjá hvort einhver sé undir eða yfir þrítugu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginkona Kanye sökuð um að senda gróft klám á ólögráða starfsmenn í sláandi kærumáli – Ásakanir um kynþáttaníð, þrælahald og eitraða menningu

Eiginkona Kanye sökuð um að senda gróft klám á ólögráða starfsmenn í sláandi kærumáli – Ásakanir um kynþáttaníð, þrælahald og eitraða menningu