fbpx
Föstudagur 05.júlí 2024
Fókus

Patrik og Herbert taka Annan hring saman

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 08:20

Herbert, Bjarki og Patrik Mynd: Ásta Kristjánsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmennir Herbert Guðmundsson og Patrik Snær Atlason, Prettyboitjokko, gefa þann 5. júlí út lagið Annan hring.

Lagið er eftir þá félaga og Bomarz, Bjarka Ómarsson.

Patrik hafði nýlokið við að koma fram á skemmtun með Herberti fyrr á árinu þegar hann hringdi í pródúsentinn Bjarka Ómarsson, betur þekktur sem Bomarz. Patrik sagði Bjarka frá því að Herbert hefði viðrað þá hugmynd að þeir ættu að gefa út lag saman og við það veðraðist Bjarki allur upp.

„Ég algjörlega ofpeppaðist í þessu símtali og sá þarna gullið tækifæri til að fá útrás fyrir 80´s geðveikina í mér,” segir Bjarki.

Félagarnir fóru beint í stúdíó og var Bjarki staðráðinn í áður en fyrsta nótan í laginu hafði verið sett saman að hafa þar tilvísun í uppáhalds lagið sitt með Hebba: Svaraðu!

„Það er svo mikið 80´s að vitna í gömul textabrot og Svaraðu passaði fullkomlega við lagið okkar og inn í það concept.“

Patrik segir það mikinn heiður að fá eina af goðsögnum íslensks tónlistarlífs til að syngja með sér.

Lagið kemur út á Spotify 5. júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Eva var send heim af bráðamóttökunni með laxerolíu – „Það hvarflaði ekki að neinum að ég væri með krabbamein“

Eva var send heim af bráðamóttökunni með laxerolíu – „Það hvarflaði ekki að neinum að ég væri með krabbamein“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einföld leið til að sjá hvort einhver sé undir eða yfir þrítugu

Einföld leið til að sjá hvort einhver sé undir eða yfir þrítugu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginkona Kanye sökuð um að senda gróft klám á ólögráða starfsmenn í sláandi kærumáli – Ásakanir um kynþáttaníð, þrælahald og eitraða menningu

Eiginkona Kanye sökuð um að senda gróft klám á ólögráða starfsmenn í sláandi kærumáli – Ásakanir um kynþáttaníð, þrælahald og eitraða menningu