fbpx
Föstudagur 05.júlí 2024
Fókus

Ísraelskt heimskapphlaup hófst á Íslandi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudag horfði nær hálf milljón Ísraela á Ísland í fyrsta þætti níundu þáttaraðar HaMerotz LaMillion 9 eða HaMerotz LaMillion 2024. Þættirnir eru ísraelsk útgáfa hinna bandarísku sjónvarpsþátta The Amazing Race, sem sýndir hafa verið óslitið frá árinu 2001 eða í 36 þáttaröðum.

Þættirnir snúast um um nokkur tveggja manna lið sem keppast um með því að ferðast um fjölda áfangastaða víðs vegar um heiminn, leysa þrautir og fleira, og verða fyrst í mark til að vinna eina milljón af gjaldmiðli viðkomandi lands. Í þessu tilviki milljón shekel eða um 37 milljónir íslenskra króna. Eitt lið, það síðasta í mark, fellur út í hverju þætti.

Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda átti óvænta innkomu í fyrsta þættinum, sem tekinn var upp í maí í fyrra, þar sem hún aðstoðar systurnar Racheli Mizrahi og Miri Eliezer, sem eru rammvilltar í miðbænum, við leit þeirra að Bæjarins bestu.

„Ég varð óvart þátttakandi í ísraelskum raunveruleikaþætti í maí í fyrra þegar ég brást við hjálparköllum örvæntingafullra ferðamanna sem virtust villtir. Ég leiðbeindi þessum stórkostlegu systrum niður á Bæjarins bestu og í kvöld var þátturinn loksins sýndur í Ísrael. Þetta er líklega hápunktur sjónvarpsferils míns og heimsfrægðar. Vona að ég hitti systurnar einhver tímann aftur, þær voru ógleymanlegar. Algjörar stjörnur.“

Þátttökuliðin í HaMerotz LaMillion 2024 eru þrettán, hvert þeirra skipað tveimur einstaklingum sem eru tengdir með einhverjum hætti; makar, systkin, feðgin, bestu vinir og svo framvegis. Kapphlaupið hófst á Íslandi og heldur keppnin áfram á Spáni, í Marokkó, Mongolíu og Nýja-Sjálandi auk fleiri áfangastaða.

Keppendur hófu leik við Kötlu þar sem einn í hverju liði þurfti að leiðbeina félaga sínum við ísklifur til að ná sex pússlum sem saman mynduðu eitt pússluspil. Því næst var keppendum fyrirskipað að keyra til Reykjavíkur þar sem þeir áttu að finna stað sem tengdur er bandarískum forseta. Keppendur áttu þar að átta sig á því að um væri að ræða Bæjarins bestu þar sem Bill CLinton fékk sér pylsu árið 2004.

Kapphlaupið á Íslandi heldur síðan áfram í þætti tvö sem sýndur var í gær, þar sem keppendur heimsóttu Hallgrímskirkju, seldu bollur á Laugavegi og héldu síðan á bóndabæ til að finna næstu vísbendingu. Næst er svo ferðinni heitið til Marokkó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Eva var send heim af bráðamóttökunni með laxerolíu – „Það hvarflaði ekki að neinum að ég væri með krabbamein“

Eva var send heim af bráðamóttökunni með laxerolíu – „Það hvarflaði ekki að neinum að ég væri með krabbamein“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einföld leið til að sjá hvort einhver sé undir eða yfir þrítugu

Einföld leið til að sjá hvort einhver sé undir eða yfir þrítugu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginkona Kanye sökuð um að senda gróft klám á ólögráða starfsmenn í sláandi kærumáli – Ásakanir um kynþáttaníð, þrælahald og eitraða menningu

Eiginkona Kanye sökuð um að senda gróft klám á ólögráða starfsmenn í sláandi kærumáli – Ásakanir um kynþáttaníð, þrælahald og eitraða menningu