fbpx
Föstudagur 05.júlí 2024
Fókus

Guðrún var með þrálát einkenni sem barn – Sýkingar í kinn-og ennisholum og meltingin í ólagi – Greind með ímyndunarveiki

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 09:00

Guðrún Bergmann Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Bergmann, lífstílsráðgjafi og rithöfundur segir tíma til kominn að fólk vakni til vitundar um að taka ábyrgð á eigin heilsu. Guðrún, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir slæmt matarræði eina stærstu ástæðu alls kyns vandamála hjá fólki í nútímanum:

,,Þegar við tökum matarræðið okkar í gegn verðum við næmari til þess að taka á móti upplýsingum og stækka vitund okkar. Þegar við tökum út unninn mat, hveiti og sykur verður breyting á heilastarfseminni, taugakerfinu og meltingunni, sem hreinlega breytir því hvernig við sjáum tilveruna. Ein af þeim leiðum sem hafa verið notaðar til að halda okkur á lágri tíðni er sælgæti, sykur, gjörunnin matvæli og fleira sem hafa slæm áhrif á heilsu okkar. Svo erum við núna komin á tíma þar sem er farið að bjóða meira og meira upp á foreldaðan mat, sem er algjörlega næringarsnauður. Við erum að burðast með næringarsnauðan mat í kerfinu sem líkaminn á erfitt með að melta. Eitt algengasta heilsuvandamál samtímans eru meltingarvandamál, sem eru meira að segja orðin algeng hjá börnum. Þegar meltingin er slæm hefur það áhrif á allt í líkamanum, dregur úr einbeitingu og hefur slæm áhrif á boðefnakerfið,” segir Guðrún og heldur áfram:

,,Svo föttum við ekki einu sinni hvað þetta er að hafa mikil áhrif á okkur af því að vaninn er orðinn svo sterkur að við þekkjum ekkert annað. En það hefur verið ótrúlega gaman fyrir mig að horfa á það hvað gerist hjá fólki þegar það hreinsar matarræðið sitt. Það getur beinlínis gjörbreytt lífi þínu,” segir Guðrún, sem hefur unnið við heilsu í meira en 30 ár og veit því sitthvað um það sem hún er að tala um.

Guðrún hefur verið óhrædd við að tala gegn meginstraumnum í alls kyns málum. Meðal annars þegar kom að COVID-faraldrinum. Hún segir margt af því sem horft hafi verið á sem samsæriskenningar nú beinlínis vera staðfest:

,,Það eru virkilega órólegir tímar í heiminum og stjórnvöld eru að grípa inn í líf fólks á mjög mörgum sviðum, meðal annars varðandi heilsu og hver og einn verður að reyna að finna innra með sér hvað er rétt og hvað ekki. Í mínum huga er það mjög sérstakt að ein stofnun (Alþjóðaheilbrigðisstofnunin) sé komin með hálfgert alræðisvald yfir alls kyns hlutum. Mjög margt af því sem var talað um sem samsæriskenningar fyrir nokkrum árum er núna hreinlega orðið opinbert og liggur beinlínis fyrir. Við höfum verið stödd í Truman-Show, en svo einn góðan veðurdag opnum við augun og sjáum hvað er að gerast. Þess vegna hefur aldrei verið mikilvægara að hver og einn hlúi vel að sjálfum sér, til að tengjast innsæinu og finna sinn eigin sannleika,” segir Guðrún, sem er sannfærð um að allt sé að breytast á næstu misserum og fólk sé upp til hópa að vakna til vitundar um alls kyns blekkingar:

,,Það er búið að halda að okkur alls konar lygum í langan tíma, en nú er allt að breytast. Tíðnin í heiminum er að hækka og sannleikurinn er að koma upp á yfirborðið. Meginstraumsfjölmiðlar heimsins segja okkur allir sömu fréttirnar sem koma mestmegnis frá Reuters og AP og enginn kannar sannleiksgildi þeirra. Þetta eru stýrðar leiðir til þess að halda fólki í eins konar dáleiðslu og ótta. Ótti er frábært stjórntæki. Þessi heilaþvottur hefur haldið fólki í ótta og komið í veg fyrir að við myndum okkur sjálfstæðar skoðanir. Gagnrýnin hugsun hefur mikið týnst og fólk keppist við að vera sammála þeirri skoðun sem er vinsælust hverju sinni.

Guðrún, rifjar í þættinum upp alls kyns hluti frá löngum ferli sínum:

,,Ég var mjög ung þegar ég fór að hugsa um heilsu, af því að ég var þjökuð af alls kyns einkennum og það var búið að greina mig með ímyndunarveiki. Ég hafði horft á fólk í kringum mig taka mikið af lyfjum og vissi að það væri ekki mín leið. En einkennin voru mjög þrálát og ég var til dæmis alltaf með sýkingar í kinn-og ennisholum og meltingin í ólagi. Það var ekki fyrr en síðar að ég gerði þá tengingu að misnotkun sem ég varð fyrir sem barn hafi spilað inn í. Ég sé núna að það bjó til mikinn kvíða og setti líkamann úr jafnvægi. Ég fékk magasár þegar ég var bara 10 ára gömul, sem þótti með eindæmum og eftir það átti ég í miklu basli með meltinguna í mörg ár. Ég var að basla við alls konar vandamál í taugakerfinu og líkamanum í fleiri fleiri ár.”

Hægt er að nálgast viðtalið við Guðrúnu og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Eva var send heim af bráðamóttökunni með laxerolíu – „Það hvarflaði ekki að neinum að ég væri með krabbamein“

Eva var send heim af bráðamóttökunni með laxerolíu – „Það hvarflaði ekki að neinum að ég væri með krabbamein“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einföld leið til að sjá hvort einhver sé undir eða yfir þrítugu

Einföld leið til að sjá hvort einhver sé undir eða yfir þrítugu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginkona Kanye sökuð um að senda gróft klám á ólögráða starfsmenn í sláandi kærumáli – Ásakanir um kynþáttaníð, þrælahald og eitraða menningu

Eiginkona Kanye sökuð um að senda gróft klám á ólögráða starfsmenn í sláandi kærumáli – Ásakanir um kynþáttaníð, þrælahald og eitraða menningu