fbpx
Föstudagur 05.júlí 2024
Fókus

Bjó í Playboy-höllinni frá 11 ára aldri – „Skrýtinn og ruglaður staður“

Fókus
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 13:29

Jennifer Saginor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Playboy-höllin hefur verið töluvert á milli tannana á fólki, sérstaklega eftir andlát Hugh Hefner. Þá hafa fyrrverandi kærustur hans og hinar svokölluðu „Playboy-kanínur“ stigið fram og afhjúpað dökku hliðar menningarinnar sem þreifst þar.

Hugh Hefner var stofnandi, útgefandi og aðalritstjóri Playboy-tímaritsins. Hann lést 91 árs að aldri árið 2017 og skildi eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

Það voru ekki aðeins kærustur Hugh Hefner sem bjuggu á setrinu heldur bjó þar einnig fleira fólk, eins og læknir hans, Mark Saginor, kallaður Dr. Feelgood, og dóttir hans, Jennifer Saginor.

Jennifer var aðeins ellefu ára þegar hún flutti í Playboy-höllina og lýsir árunum sínum þar í heimildarmyndinni Secrets of Playboy.

Árið var 1971 þegar Jennifer flutti inn á setrið ásamt föður sínum. Hún rifjar upp þann tíma og segir að fyrst hafi þetta verið „töfrandi“ staður.

Síðan hafi brestir byrjað að myndast og hún fór að skilja betur hvað færi fram á bak við luktar dyr.

„Hef var vanur að kyssa með opinn muninn, svona blautum kossi. Mér fannst alltaf skrýtið að einhver sem var eins og frændi minn myndi kyssa svona, en pabbi minn sagði að þetta er það sem fólk gerir þegar það elskar hvort annað,“ sagði hún.

„Það hefur tekið mig langan tíma að gera upp æskuna og það sem ég gekk í gegnum og hvernig mér líður varðandi það.“

„Skrýtinn og ruglaður staður“

Jennifer segir að vegna þess að hún var svo ung þegar hún flutti þangað inn og varð hluti af þessum heimi, þá hafi hún fundið fyrir hliðhollustu gagnvart Hefner og hans innsta hring og vissi að ef hún myndi brjóta það traust þá yrðu „alvarlegar afleiðingar.“

„Þetta var svo skrýtinn og ruglaður staður,“ bætti hún við.

Jennifer segir að þegar hún var yngri þá var Hefner til í að gera allt fyrir hana, hún kallaði hann meira að segja frænda. En þegar hún varð eldri breyttist það.

Jennifer féll fyrir einni kærustu Hefner og þær sváfu saman, þegar Jennifer var enn undir lögaldri. Hún segir að Hefner hafi vitað af þessu þar sem hann var með myndavélar um allt hús. Þegar hún varð sautján ára kallaði Hefner hana inn í herbergi til sín, þar sem hann var uppi í rúmi með umræddri kærustu.

Jennifer gaf út bókina Playground: A Childhood Lost Inside the Playboy Mansion árið 2004.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Símanum hennar var stolið í fríinu – Þessi einföldu mistök kostuðu hana rúmlega tvær milljónir

Símanum hennar var stolið í fríinu – Þessi einföldu mistök kostuðu hana rúmlega tvær milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi Vill opinberar loksins kærustuna

Simmi Vill opinberar loksins kærustuna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var að taka upp efni fyrir OnlyFans í Reynisfjöru þegar hópur ferðamanna kom að henni

Var að taka upp efni fyrir OnlyFans í Reynisfjöru þegar hópur ferðamanna kom að henni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eva var send heim af bráðamóttökunni með laxerolíu – „Það hvarflaði ekki að neinum að ég væri með krabbamein“

Eva var send heim af bráðamóttökunni með laxerolíu – „Það hvarflaði ekki að neinum að ég væri með krabbamein“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einföld leið til að sjá hvort einhver sé undir eða yfir þrítugu

Einföld leið til að sjá hvort einhver sé undir eða yfir þrítugu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginkona Kanye sökuð um að senda gróft klám á ólögráða starfsmenn í sláandi kærumáli – Ásakanir um kynþáttaníð, þrælahald og eitraða menningu

Eiginkona Kanye sökuð um að senda gróft klám á ólögráða starfsmenn í sláandi kærumáli – Ásakanir um kynþáttaníð, þrælahald og eitraða menningu