fbpx
Föstudagur 05.júlí 2024
Fókus

Birta skuggalegt myndband af akstri á gosslóðum

Fókus
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 11:30

Varnargarðar við Grindavíkurveg. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Velskir ferðabloggarar sem heita Sarah og Tony voru á Íslandi í síðasta mánuði. Þau kalla sig The Welsh Wanderers og birtu á samfélagsmiðlum sínum fjölda mynda og myndbanda frá Íslandsferðinnni. Meðal þeirra er myndband sem er á köflum nokkuð skuggalegt en þar sjást þau aka yfir veg sem lagður hefur verið yfir hraun sem nýlega hefur runnið en á meðan rauk nokkuð hressilega úr veginum og hrauninu. Ekki verður betur séð en að þau hafi verið að aka á gosslóðum á Reykjanesskaga og líklega á leið í eða frá Bláa lóninu.

Myndbandið var birt á X (áður Twitter) 21. júní síðastliðinn og á Facebook daginn eftir en ekki er tekið fram hvenær það er tekið. Síðasta eldgos í yfirstandandi eldgosahrinu í nágrenni Grindavíkur og Bláa Lónsins hófst 29. maí síðastliðinn en lauk 24. júní en þá hafði enginn virkni sést í gígnum síðan 22. júní. Bláa lóninu var lokað þegar gosið hófst en opnað aftur 2. júní.

Ekki verður betur séð en að Sarah og Tony séu að aka til eða frá Bláa Lóninu en í nokkrum athugasemdum við myndbandið segir að um sé að ræða leiðina til Bláa Lónsins og að viðkomandi hafi sjálfir ekið hana. Mögulegt er að aka til lónsins áleiðis frá Grindavíkurvegi og væntanlega hafa þau því farið þá leið.

Ekki er fyllilega ljóst hvort síðasta eldgosi var lokið þegar myndbandið var tekið en eins og áður segir má sjá rjúka nokkuð hressilega úr veginum og hrauninu við veginn. Svo kröftuglega rauk á köflum að skyggnið varð nokkuð nokkuð lítið. Einnig má sjá að rigning var þegar myndbandið var tekið sem hefur væntanlega haft talsvert að segja um að það hafi rokið úr hrauninu og veginum sem lagður var yfir það en eins og flest ættu vita þá getur myndast gufa þegar vatn hitnar.

Ferðabloggarnir velsku létu sig þó hafa það að aka við þessar aðstæður en í texta með myndbandinu, sem má sjá hér fyrir neðan, taka þau fram að þarna hafi verið um að ræða óhugnalegasta augnablikið á leið þeirra um Ísland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi Vill opinberar loksins kærustuna

Simmi Vill opinberar loksins kærustuna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var að taka upp efni fyrir OnlyFans í Reynisfjöru þegar hópur ferðamanna kom að henni

Var að taka upp efni fyrir OnlyFans í Reynisfjöru þegar hópur ferðamanna kom að henni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eva var send heim af bráðamóttökunni með laxerolíu – „Það hvarflaði ekki að neinum að ég væri með krabbamein“

Eva var send heim af bráðamóttökunni með laxerolíu – „Það hvarflaði ekki að neinum að ég væri með krabbamein“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einföld leið til að sjá hvort einhver sé undir eða yfir þrítugu

Einföld leið til að sjá hvort einhver sé undir eða yfir þrítugu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginkona Kanye sökuð um að senda gróft klám á ólögráða starfsmenn í sláandi kærumáli – Ásakanir um kynþáttaníð, þrælahald og eitraða menningu

Eiginkona Kanye sökuð um að senda gróft klám á ólögráða starfsmenn í sláandi kærumáli – Ásakanir um kynþáttaníð, þrælahald og eitraða menningu