fbpx
Mánudagur 29.júlí 2024
Fókus

Ívar á að baki skuggalegan feril sem handrukkari – „Ég var samt bara lítill og hræddur strákur innst inni“

Fókus
Mánudaginn 29. júlí 2024 07:49

Ívar Örn er nýjasti gestur Sterk saman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ívar Örn Katrínarson er 41 árs maður sem alinn var upp í Hafnarfirði. Hann er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman. Ívar er faðir sex barna, tónlistarmaður sem nýfarinn er að skrifa bækur og í bata frá alkóhólisma.

Hann segir að hans áfall í æsku var skilnaður foreldra sinna. „Ég var fimm ára. Sumir lenda í misnotkun eða einhverju, mitt áfall sem barn var skilnaður foreldra minna.“

„Við vorum tveir bræðurnir á svipuðum aldri, bestu vinir, rifumst og slógumst eins og hundur og köttur en alltaf bestu vinir.“

Byrjaði í neyslu ellefu ára gamall

Ívar var fyrirmyndar nemandi þar til í sjöunda bekk en neyslan byrjaði þegar hann var aðeins 11 ára gamall.

„Þegar ég var 10 ára rataði bók í hendurnar á mér á bókasafninu í skólanum um öll vímuefnin og áhrifin sem maður fengi af þeim. Ég rændi þessari bók og las hana spjaldanna á milli,“ segir hann. Á þessum tíma ákvað Ívar að verða dópisti, eins og hann orðar það. „Öll þessi efni heilluðu mig, nema heróín.“

Ellefu ára byrjaði hann að reykja hass og í sjöunda bekk hætti hann að sinna náminu og komst upp með að sofa í skólanum.

„Mamma sendi mig til stjúpbróður míns til New York eftir tíunda bekk til að koma mér í burtu frá félagsskapnum en hún gerði sér enga grein fyrir því hversu stórt vandamálið var orðið.“

Varð vitni að 9/11

Stjúpbróðir hans var leikstjóri í New York og var sjálfur ungur maður sem ekki var í stöðu til að halda utan um ungling í neyslu.

„Neyslan breyttist og þróaðist úti, þar fór ég að stunda klúbbana og nota kókaín. Bróðir minn gaf mér fyrstu græjuna mína til að búa til raftónlist svo það er það jákvæða sem kom út úr þessari dvöl.“

Ívar varð vitni að árásinni 11. september og ýmislegt annað gerðist á meðan dvöl hans stóð í New York svo hann kom heim með mikla áfallasögu og fann sig illa, það kallaði á að deyfa sig enn meira og sökkva dýpra í heim neyslunnar.

Kona kom á milli bræðranna

Ívar og Rikki, albróðir hans, sameinuðust aftur eftir nokkurra ára aðskilnað.

„Við höfum tekið tímabil þar sem við tölum ekki saman í langan tíma. Einu sinni út af viðskiptum, svo var það kona sem kom upp á milli okkar en við sættumst alltaf að lokum.“

Ákvað að verða ofbeldismaður

Ekki er hægt að tala um eða við Ívar nema rifja upp tímann í Dr. Mister & Mr. Handsome. „Þessi tími er eitt stórt blackout en var líka ógeðslega skemmtilegt. Ég elska að vera uppi á sviði og búa til tónlist.“ Hann viðurkennir þó að það hafi verið erfitt að horfast í augu við margt af þessu þegar hann varð edrú.

Þeir bræður byggðu upp lítið veldi þar sem þeir voru með menn sem unnu fyrir sig og á þessum tíma ákvað Ívar að verða ofbeldismaður, hann man augnablikið þegar bróðir hans rétti honum fyrstu 100 gramma krukkuna. Eftir það var ekki aftur snúið og við tóku mörg ár af fíkniefnasölu, rukkunum, ofbeldi, smygli og sukki.

„Eftir því sem mér leið verr því hættulegri var ég. Ég var samt bara lítill og hræddur strákur innst inni.“

Þetta langa tímabil endaði í fangelsi eftir skotárás.

„Ég endaði sem betur fer í fangelsi á þessum tíma.“

Eftir óteljandi tilraunir til að verða edrú og snúa blaðinu við fann hann guð. Hann frelsaðist og fór að skrifa til að vinna úr áfallastreituröskun. Úr varð bók sem kemur út í byrjun ágúst. Sagan er saga Ívars og saga undirheima Íslands þar sem engu er haldið eftir og engum er hlíft. Bókin er heiðarleg frásögn um ljótu hliðar Reykjavíkur, fíkn, sorgir og sigra, svo eitthvað sé nefnt.

Hlustaðu á þáttinn með Ívari á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Taka fyrir umdeilt mataræði hjá stæltum áhrifavöldum – Segja ómenntaða „sérfræðinga“ orsaka óreiðuna

Taka fyrir umdeilt mataræði hjá stæltum áhrifavöldum – Segja ómenntaða „sérfræðinga“ orsaka óreiðuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hefur ekki sofið hjá eiginmanninum í 40 ár

Hefur ekki sofið hjá eiginmanninum í 40 ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna Lilja og Gestur nýtt ofurpar

Anna Lilja og Gestur nýtt ofurpar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tjáir sig um neikvæðar athugasemdir um farðalausa Pamelu

Tjáir sig um neikvæðar athugasemdir um farðalausa Pamelu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd