fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Star Wars-stjarnan felldi tár þegar dómari kvað upp úrskurð gegn Disney – Stuðningur Elon Musk skipti sköpum

Fókus
Laugardaginn 27. júlí 2024 19:00

Star Wars-þættirnir um Mandalorian hafa notið mikilla vinsælda

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Star Wars-stjarnan Gina Carano, sem fór með hlutverk hinnar grjóthörðu Cöru Dune í sjónvarpsþáttunum The Mandalorian,  grét af gleði, að eigin sögn, þegar dómari í máli hennar gegn stórfyrirtækinu Disney vísaði frávísunarkröfu kvikmyndarisans frá og því stefnir í að mál hennar verði tekið fyrir hjá dómstólum.

Gina Carano í hlutverki Cöru Dune

Eins og frægt varð var Carano, sem reis upp á stjörnuhiminn í gegnum blandaðar bardagaíþróttir, rekin úr sjónvarpsþáttunum eftir tvær þáttaraðir eftir að hafa skrifað umdeildar færslur um bandarísk stjórnmál á samfélagsmiðla. Líkti Carano meðal annars ástandinu í bandarískum stjórnmálum við helför gyðinga sem féll í grýttan jarðveg hjá æðstu yfirmönnum Disney.

Málið hefur velkst um í bandaríska réttarkerfinu í rúmlega þrjú ár en krafa Disney var sú að fyrirtækið hefði haft fullan rétt á því að aðgreina sig frá pólitískum skoðunum leikkonunnar með því að segja henni upp störfum. Á það féllst dómari málsins hins vegar ekki.

Carano birti tilfinningaríka færslu í kjölfar úrskurðarins þar hún fagnaði því að fá loksins tækifæri til þess að hreinsa nafn sitt fyrir framan dómara. Hún hafi verið beitt órétti sem ætti ekki að koma fyrir nokkurn mann og vonaðist hún til þess að barátta hennar yrði til þess að eitthvað þessu líkt myndi ekki eiga sér stað aftur.

Elon Musk hefur fjármagnað lögfræðibaráttu leikkonunnar

Þá þakkaði hún sérstaklega Elon Musk, ríkasta manni heims, fyrir stuðninginn en Musk hefur fjármagnað lögfræðibaráttu Carano sem hefur kostað skildinn í baráttunni gegn ofurefli Disney. Sagðist Carano aldrei hafa hitt Musk sjálfan en hún þakkaði honum fyrir stuðninginn frá dýpstu hjartarótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“