fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Ítalíuferð Þorfinnssonfjölskyldunnar bjargaði íslenska sumrinu – „Og við viljum meira“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 27. júlí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylduferð 17 manna íslenskrar fjölskyldu til Ítalíu í lok júní væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að nokkrir meðlimir hennar eru þekktir í þjóðfélaginu og einn þeirra deildi samviskulega bráðfyndnum atvikum úr ferðinni á samfélagsmiðla. Af hinum meðlimum fjölskyldunnar, foreldrum sínum og bræðrum, og unnustanum.

Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, leik-og söngkona, er á bak við myndavélina bræðrum sínum til mikillar mæðu. En annar þeirra segir fylgjendafjölda hennar hafa stigmagnast meðan á ferðinni stóð og eftir hana.

Pöddupabbi, ADHD Bjössi, Kæruleysiskonan og Flugumaðurinn eru nú allt nöfn og persónur sem fjöldi landsmanna á öllum aldri þekkja og hafa skemmt sér yfir það sem af er íslenska sumrinu, sem að mestu leyti hefur verið á við hressandi hrollkalt hlandblautt og hávaðasamt haust með hagléli!!

Ferðin sem farin var í tilefni af stórafmæli ættmóðurinnar fyrir fjórum árum, móður Dísu, sem frestaðist út af einum heimsfaraldri eða svo, hefur verið skráð í samfélagsmiðlabækurnar þökk sé einlægum vilja þjóðarinnar til að hlæja að óförum og hrekkjum annarra.

„Þessi ferð var hápunktur sumarsins hjá þjóðinni Og VIÐ VILJUM MEIRA!“ segir einn vinur bróður Dísu og við tökum undir það og bíðum eftir að Balti hringi í Þorfinnsfjölskylduna.

„Við fjölskyldan fórum í ferð til Ítalíu núna í lok júní. Þetta var afmælisferðin hennar mömmu. Mamma elskar Ítalíu og ég lærði snemma, þökk sé foreldrum mínum og menningarlegu uppeldi, að Ítalía væri stórkostlegt land. Við vorum 17 saman í húsi í Umbria héraði. Bræður mínir tveir, konurnar þeirra (sem eru mér eins og systur) öll börnin, mamma og pabbi og við Júlí með ungana okkar,“segir Dísa í færslu á Facebook.

@thordisbjork Komið með í fjölskylduferð til Ítalíu. 🤝 #íslenskt #fyp #fyrirþigsíða #fyrirþig #ísland #islensktiktok #ferðalag #italy ♬ original sound – Bostonian122266

Eldri bræður hennar eru skákmeistararnir velþekktu Björn og Bragi, sá fyrrnefndi er jafnframt ritstjóri DV.

„Ég man ennþá eftir mómentinu þegar ég fattaði að það væru kannski ekki allar fjölskyldur eins og mín. Ég hef verið í matarboðum hjá öðrum fjölskyldum og þar fær fólk alveg að klára setningarnar sínar og stundum er jafnvel smá þögn inn á milli. Ekkert kaos. Júlí hefur oft líkt okkur við heila hjörð af tasmaníuskollum, eða Tása (á ensku: Taz) úr Looney Tunes. Frekar spot on lýsing,“ segir Dísa og á þar við unnusta sinn og barnsföður Júlí Heiðar Halldórsson, tónlistarmann og leikara. Sex vikna dóttir þeirra var yngsti meðlimur fjölskyldunnar og líklega sú sem var mest til friðs.

Júlí Heiðar og unnusta hans og konan sem festi þetta óborganlega ferðalag á filmu Dísa

„Það er óhætt að segja að ferðasagan, sem ég deildi mest á Instagram sló svona líka rækilega í gegn. Ég fékk ógrynni af skilaboðum þar sem fólk bað okkur vinsamlegast um að framlengja ferðinni, fara öll saman erlendis 1x á ári framvegis eða hreinlega koma aldrei aftur heim! Sumir báðu um að fá að leigja pabba minn eða mömmu til að koma með í þeirra fjölskyldufrí og enn aðrir báðu um að vera hreinlega ættleiddir af Þorfinnsson fjölskyldunni. Flestir óskuðu samt eftir því að við myndum gera einhverskonar raunveruleikaþætti í nánustu framtíð.
Pöddupabbi, ADHD Bjössi, Kæruleysiskonan og Flugumaðurinn voru t.d. allt karakterar í þessum skrípaleik sem þessi Ítalíuferð var.

Mamma mín, sem fær sér örsjaldan vín, er allt í einu orðin talskona dagdrykkju í sólinni og á setningu sumarsins: „Maður verður svo kærulaus í þessum hita“. Pabbi minn, sem vill helst lifa í kyrrþey, er einhver annálaður hrekkjalómur og skordýraáhugamaður og er kominn með drullu gott fan base á samfélagsmiðlum. Sorry með það mamma og pabbi. En þetta er bara brotabrot af því sem þessi ferð gaf af sér.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by DÍSA (@thordisbjork)

Öll myndböndin má sjá á Instagram (undir Highlights) eða TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hefur ekki sofið hjá eiginmanninum í 40 ár

Hefur ekki sofið hjá eiginmanninum í 40 ár
Fókus
Í gær

Stjarna úr 16 and Pregnant látin 27 ára að aldri

Stjarna úr 16 and Pregnant látin 27 ára að aldri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hart tekist um á hárlit Sunnevu – „Þau eru að plata þig“

Hart tekist um á hárlit Sunnevu – „Þau eru að plata þig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Lilja og Gestur nýtt ofurpar

Anna Lilja og Gestur nýtt ofurpar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Veðrið á Íslandi vekur mikla athygli – Margir væru til í að skipta við okkur

Veðrið á Íslandi vekur mikla athygli – Margir væru til í að skipta við okkur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fjármálaráðgjafi segir að þetta eigi að gera til að tryggja fjárhagslegt öryggi á ferðalagi – Ókeypis þráðlaust net varasamt

Fjármálaráðgjafi segir að þetta eigi að gera til að tryggja fjárhagslegt öryggi á ferðalagi – Ókeypis þráðlaust net varasamt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn