fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fókus

Tileinkar nýtt verk konunni sem trúði á hann – „Áhrifin sem hún hafði á mig voru slík að ég hef aldrei horft til baka“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 26. júlí 2024 12:30

Ingvar Þór Gylfason og nýjasta verk hans Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingvar Þór Gylfason tók upp pensil og striga fyrir átta árum síðan, og hefur síðan málað margar myndir sem vakið hafa athygli, en hann er sjálfmenntaður í listinni.

Í gær sýndi Ingvar fylgjendum sínum á Facebook fyrsta verk hans í seríu verka sem sýna sögu okkar Íslendinga frá tímum víkinga. „Þetta hefur verið draumur minn lengi og ég get alveg sagt með hreinni samvisku að ég hef stefnt að því að gera þetta síðustu 5 árin og ég er alveg svakalega kátur með að vera farinn af stað í þessa vegferð,“ segir Ingvar.

Ný verk byggð á ímyndunarafli og textum

Segist hann byggja verkin á ímyndunaraflinu og textum enda engar ljósmyndir að styðjast við við sköpunina. „Ég hef þó alltaf viljað að verkin væru það vel unnin að þau gæfu góða mynd af þessum tímum svo ég hef eytt töluverðum tíma í að reyna að kynna mér söguna og lýsingarnar sem best áður en ég legg af stað í að skapa málverk sem sýnir eins vel og ég get hvernig ég sé þetta fyrir mér.“

Fyrsta verkið í seríunni byggir Ingvar á ljóði Egils Skalla-grímssonar og segir hann aldrei annað hafa komið til greina en að byrja á því verki.
„.. einu merkasta ljóði okkar Íslendinga eftir Egil Skalla-Grímsson en það fjallar um sonarmissi og þá sorg og reiði sem hann upplifði og í raun svipti hann lífsviljanum. Í ljóðinu reifar hann síðan hvernig hann finnur á endanum sátt og þakklæti gagnvart Óðni fyrir að hafa skáldagáfur sem hann getur nýtt til að semja fallegt ljóð um syni sína og heiðra þannig minningu þeirra. Verkið heitir það sama og ljóðið eða Sonatorrek en það þýðir á nútíma íslensku, Sonamissir.“

19 ára og óviss hvert lífið ætti að leiða hann

Ingvar, sem er 43 ára, deilir síðan ástæðunni fyrir því að þetta verk var það fyrsta í seríunni, og fer aftur til framhaldsskólaáranna.

„Þegar ég hóf aftur skólagöngu mína 19 ára gamall eftir að hafa í raun hætt námi að mestu leyti á unglingastigi grunnskóla að þá er óhætt að segja að ég hafi verið óviss um hvert lífið væri að leiða mig. Að mennta mig og ná að gera góða hluti í lífinu var eitthvað sem ég stefndi að en leiðin þangað var mér að mestu hulin á þessum tíma en ég vissi þó að menntun væri það sem flestir gerðu,“ segir Ingvar.

Hann fór í Fjölbrautaskólann við Ármúla, þar sem hann tók nokkrar einingar til að prófa sig áfram, og eftir fyrstu önnina var komið að því að hitta umsjónarkennarann og sjá einkunnaspjaldið.

„Það kom á daginn að einkunnirnar voru ekki svo slæmar og bað umsjónarkennarinn minn mig um að bíða aðeins í skólanum svo hún gæti spjallað betur við mig þar sem hún sæi að ég væri ekki alveg viss með að halda áfram með námið. Ég lét til leiðast og í framhaldinu átti ég samtal við hana sem átti gjörsamlega eftir að breyta lífi mínu. Hún settist með mér niðri í mötuneyti, tók í höndina á mér, horfði í augun mín og sagði við mig:

„Ingvar, þú ert að fara að gera frábæra hluti hérna í skólanum ef þú bara ákveður að gera það. Ég sé að þú sérð ekki alveg sjálfur hvort þetta sé leiðin en ég skal alveg lofa þér því að ef þú setur allan þinn fókus á næstu önn að þá munt þú rúlla henni upp og ég hef svo mikla trú á þér. Það tók ekki nema augnablik fyrir mig að lofa henni að ég myndi mæta á næstu önn og gefa allt í þetta.“
Ingvar segir þetta hafa verið í fyrsta skipti sem einhver hafði talað svona við hann svo hann muni eftir. „Og áhrifin sem hún hafði á mig voru slík að ég hef aldrei horft til baka. Hún hafði aldrei kennt mér áður og þetta var í raun í fyrsta skipti sem ég talaði við hana að einhverju ráði. Það var síðan þegar ég tók áfangann, Íslenska 303, að hún kenndi mér í fyrsta skipti og auðvitað var hluti áfangans að lesa Egils-sögu og læra um þann stórmerkilega mann sem Egill Skalla-Grímsson var. Það var einkar auðvelt að læra um Egil þar sem áhuginn hennar á sögunni var svo smitandi.
Takk fyrir allt Una. Þetta verk er tileinkað þér.“

Verkið sjálft er ekki til sölu, en að vanda býður Ingvar upp á eftirprentanir (í fyrsta skipti í tveimur stærðum) „fyrir þá sem hafa áhuga á því að hafa sögu okkar Íslendinga uppá vegg eða minnisvarða um þá sem frá hafa horfið. Einnig mun ég í fyrsta skipti láta fylgja vax-stimplað upprunavottorð með upplýsingum um eintakið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Veðrið á Íslandi vekur mikla athygli – Margir væru til í að skipta við okkur

Veðrið á Íslandi vekur mikla athygli – Margir væru til í að skipta við okkur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Forsetafjölskyldurnar hittust á Bessastöðum

Forsetafjölskyldurnar hittust á Bessastöðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mættu búningaklæddar í anda Deadpool & Wolverine

Mættu búningaklæddar í anda Deadpool & Wolverine
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjófstartaði afmælinu með Bridgerton-þema – Eiginmaðurinn hvergi sjáanlegur

Þjófstartaði afmælinu með Bridgerton-þema – Eiginmaðurinn hvergi sjáanlegur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Var komin á þann stað að mér leið eins og ég væri að panta mér vanlíðan á Amazon“

„Var komin á þann stað að mér leið eins og ég væri að panta mér vanlíðan á Amazon“