fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Óhugnanlega gælunafnið sem morðpabbinn kallaði hjákonuna

Fókus
Föstudaginn 26. júlí 2024 11:29

Chris og Shanann Watts og dætur þeirra. Til hægri má sjá mynd af Nichol Kessinger sem Chris Watts tók, það sést aðeins í hann í speglinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamaðurinn Chris Watts myrti eiginkonu sína, Shanann Watts, og dætur þeirra árið 2018 og var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn.

Málið vakti mikinn óhug um heim allan, enda voru börn þeirra hjóna, dæturnar Bella og Celeste aðeins þriggja og fjögurra ára. Eiginkona Watts, Shanann, var 34 ára og komin fimmtán vikur á leið með þeirra þriðja barn.

Before then killing his two daughters in his truck and stashing their bodies in oil drums. Picture: Supplied

Watts kom fram í sjónvarpsviðtölum eftir að mæðgurnar „hurfu“ þar sem hann lýsti yfir áhyggjum af fjölskyldu sinni. Það var aðeins tveimur dögum eftir að hann myrti fjölskyldu sína með köldu blóði.

Grunur lögreglunnar fór að beinast að honum og að hann hefði komið að hvarfi þeirra. Hann gekkst undir lygamælispróf og niðurstaða þess varð til að styrkja grunsemdir lögreglunnar enn frekar í garð Watts. Það kom síðar í ljós að hann átti hjákonu en í hans huga kom ekki til greina að skilja við Shanann. Hann hafi því ákveðið að myrða fjölskyldu sína svo hann gæti verið með hjákonu sinni, Nichol „Nikki“ Kessinger.

Sjá einnig: Nýjar upplýsingar um þrefalda morðið sem skók Bandaríkin

Dylan Tallman was in the cell next to the dad killer and has recently exposed some of the letters the murderer penned to him. Picture: Supplied

Heimildarmyndir hafa verið gerðar um málið en Watts hefur aldrei tjáð sig opinberlega eftir að hann var dæmdur.

Það vakti því mikla athygli að fyrrverandi fanginn Dylan Tallman, sem var í klefa við hlið Watts, birti bréfasamskipti þeirra og skrifaði bækur um vináttu þeirra.

Samkvæmt bréfunum, sem New York Post birti, kennir Watts fyrrverandi hjákonu sinni um morðin og kallar hana „Jezebel.“

Jezebel

Tallman og Watts kynntust þegar þeir voru í klefa hlið við hlið í Dodge fangelsinu í Wisconsin.

„Við byrjuðum að tala saman,“ segir Tallman við New York Post. „Við áttum mörg löng samtöl, samtöl um andleg og trúarleg málefni.“

Þeir byrjuðu að lesa í Biblíunni saman og urðu nánir að sögn Tallman.

But the killer now claims it was Ms Kessinger’s fault he killed his family, according to letters allegedly written by him. Picture: Weld County District Attorney's office

Þeir ætluðu að skrifa bók saman en Watts snerist hugur. Tallman ákvað samt sem áður að gefa út þrjár bækur, „The Cell Next Door“, sem fjalla um hvernig líf þeirra urðu samofin í fangelsinu.

Í fyrstu bókinni segir Tallman að þeir hafi kallað Nichol Kessinger „Jezebel“ þegar þeir töluðu um hana, sem er tilvísun í konu í biblíunni sem „afvegaleiddi þjóna Guðs í kynferðislegt siðleysi.“

Tallman birti nokkur bréf frá Watts og í einu þeirra, sem var skrifað í mars 2020, virðist hann játa í bæn.

Málið sem skók heiminn

Chris Watts virtist vera hinn fullkomni fjölskyldufaðir og þegar Shanann og dæturnar hurfu leitaði hann ákaft að þeim.

Það voru því stórtíðindi að hann hafi verið handtekinn tveimur dögum eftir hvarf þeirra.

Lögreglan hafði rannsakað síma hans og vissi að hann hafði átt í ástarsambandi við fyrrum vinnufélaga sinn, Nichol Kessinger, og að hann ætlaði að skilja við Shanann. Einnig vissi lögreglan að hann hafði nýlega verið úrskurðaður gjaldþrota og að hann hafði misst vinnuna.

Chris Watts is currently serving life with no chance of parole for murdering his pregnant wife Shanann in 2018. Picture: Supplied

Lögreglan fann síðan lík Shanann grafið nærri tveimur olíutönkum Anadarko Petroleum í Colorado. Lík dætranna fundust í öðrum olíutankinum sem var fullur af hráolíu. Í runna skammt frá fannst kósíklútur Celeste og bangsinn hennar.

Watts játaði að hafa myrt fjölskyldu sína. Hann sagðist hafa kyrkt Shanann og síðan pakkað líkinu inn í teppi og sett í aftursæti bíls þeirra. Hann sótti síðan stúlkurnar, sem voru klæddar í náttföt, og sagði að mamma þeirra væri lasin. Hann myrti þær síðan.

Watts var dæmdur í fimmfalt lífstíðarfangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarastéttin flykktist á óhugnanlega frumsýningu

Leikarastéttin flykktist á óhugnanlega frumsýningu