fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fókus

Hefur ekki sofið hjá eiginmanninum í 40 ár

Fókus
Föstudaginn 26. júlí 2024 09:30

Bette Midler

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Bette Midler þakkar langvarandi hjónaband sitt þeirri staðreynd að hún og eiginmaður hennar sofa í sitt hvoru svefnherberginu. Og hafa gert það frá upphafi hjónabands þeirra, en þau hafa verið gift í tæp 40 ár.

„Maðurinn minn hrýtur,“ útskýrði Midler í viðtali við Entertainment Tonight í gær. Midler, sem er 78 ára, hefur verið gift Martin von Haselberg síðan 16. desember 1984. Giftu þau sig eftir að hafa þekkst í aðeins sex vikur.

Midler sagði að hjónaband þeirra hafi verið „stórkostlegt ferðalag“ og viðurkenndi að þau hefðu sofið í sitt hvoru svefnherginu frá upphafi sambandsins. 

Fyrr í þessum mánuði rifjaði Midler upp  „mjög hvatvísa“ ákvörðun sína um að biðja von Haselberg um að giftast sér. Eftir að hann sagði já hélt parið til Las Vegas þar sem Elvis eftirherma gifti þau í Starlight Chapel, sem er búið að loka í dag.

HJónin árið 1991
Mynd: Getty

„Alltaf góð hugmynd,“ sagði hún í spjallþættinumToday With Hoda & Jenna. Hún sagðist líka vera hissa yfir því að hafa verið gift svona lengi. Í viðtali við People í nóvember árið 2014, þegar hjónabandið var að nálgast þrjá áratugi, sagði Midler að hún teldi að hjónaband hennar virkaði svo vel vegna þess að þau gefa hvort öðru pláss.

„Ég held að leyndarmálið sé að gefa hvert öðru mikinn slaka og mikið pláss og vera ekki alltaf ofan í hvort öðru,“ sagði hún og bætti við að það að hlusta á hvort annað og geta miðlan málum væru einnig mikilvægir þættir.

Hjónin eiga eina dóttur, Sophie von Haselberg, sem fæddist árið 1986. Midler segir dótturina sitt mesta afrek, en ekki eiga heiður ein. „Maðurinn minn er líklega besti faðir sem hefur lifað. Hann er frábær. Hann sá um allt þegar ég var frá heimilinu vegna vinnu.. Hann kenndi henni erlent tungumál. Hann kenndi henni að elda.“

Hjónin ásamt dóttur þeirra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Í gær

Veðrið á Íslandi vekur mikla athygli – Margir væru til í að skipta við okkur

Veðrið á Íslandi vekur mikla athygli – Margir væru til í að skipta við okkur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjármálaráðgjafi segir að þetta eigi að gera til að tryggja fjárhagslegt öryggi á ferðalagi – Ókeypis þráðlaust net varasamt

Fjármálaráðgjafi segir að þetta eigi að gera til að tryggja fjárhagslegt öryggi á ferðalagi – Ókeypis þráðlaust net varasamt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Heimsþekkt danshjón á Íslandi

Heimsþekkt danshjón á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sex hversdagslegar kynlífsupplifanir sem karlmenn þrá en þora ekki að biðja um

Sex hversdagslegar kynlífsupplifanir sem karlmenn þrá en þora ekki að biðja um