Gréta Karen birti myndband af karíókídúett þeirra á Instagram og hafði DV samband við söngkonuna til að vita meira.
Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.
View this post on Instagram
Ken Jeong er leikari og grínisti sem sló í gegn sem Leslie Chow í Hangover kvikmyndunum. Hann vakti einnig mikla lukku sem Ben Chang í þáttunum Community.
Gréta Karen bjó í rúmlega áratug í Los Angeles en flutti aftur til Íslands þegar Covid skall á.
Þegar hún bjó í borg englanna var hún vön að heimsækja vinsæla uppistandsklúbbinn The Comedy Store og aðra slíka staði og eignaðist þar vini í kjölfarið. „Einhver sameiginlegur vinur okkar bauð mér í afmæli hjá Ken Jeong, þetta var fimmtugsafmæli hans. Þar tókum við lagið saman, það var karíókíþema og þetta var geggjað gaman,“ segir hún.
Gréta Karen er ekki óvön því að syngja með frægum, en hún hefur til að mynda sungið inn á plötu hjá Gavin Rossdale í Bush og með ástsæla söngvaranum Tom Jones.