fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Fókus

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 09:11

Kjartan Logi Ágústsson og Þórhildur Magnúsdóttir. Mynd/@sundurogsaman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Þórhildur Magnúsdóttir og Kjartan Logi Ágústsson kynntust árið 2007, þau voru sautján ára í framhaldsskóla og lífið rétt að byrja.

Þau giftust þegar þau voru 21 árs og fögnuðu á dögunum ellefu ára brúðkaupsafmæli. Daginn eftir brúðkaupsafmælið settust þau niður og tóku upp þátt fyrir hlaðvarp Þórhildar, Sundur og saman, og ræddu um hvernig lífið og hjónabandið hefur breyst eftir að þau opnuðu sambandið fyrir sex árum síðan. Þau eiga saman tvo drengi, tólf ára og átta ára.

Sjá einnig: Segir börnin ekki kippa sér upp við opið samband þeirra

Þórhildur er verkfræðingur að mennt og lærði einnig jógakennarann en í dag eiga sambönd allan hug hennar. Hún býður bæði einstaklingum og pörum upp á námskeið til að hjálpa fólki að skapa heilbrigt og fallegt samband.

Þórhildur hefur umsjón með vinsælu Instagram-síðunni Sundur og saman og heldur úti samnefndu hlaðvarpi.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

Kjartan er læknir og hefur til þessa haldið sig frá sviðsljósinu. Þórhildur hefur því oft fengið að heyra að hún hljóti að vera að „pína“ Kjartan til að vera í opnu sambandi en hjónin blása á þá kjaftasögu fyrir fullt og allt í nýjasta þætti af Sundur og saman. Þau fara yfir alla sambandssöguna og ræða um hvað hafi breyst síðan þau opnuðu sambandið og hvað hafi komið þeim á óvart.

„Við vorum búin að vera saman í tíu ár […] við vissum ekki af þessu myndi ég segja, um önnur sambandsform heldur en það hefðbundna,“ segir Kjartan.

„Ég man að ég var meira skeptískur á þetta en samt alveg forvitinn.“

Hann útskýrir nánar af hverju hann hafi haft sínar efasemdir til að byrja með. „Ég var að vinna mikið, við bjuggum á Ísafirði, þetta var um miðjan vetur og ég var alltaf á vakt, og ég held þegar við fórum að pæla í þessari hugmynd […] þá hafði ég eiginlega ekki nennt að demba mér í þennan pakka.“

Á þessum tíma var veturinn þungur á Ísafirði, eldri sonur þeirra var í leikskóla og sá yngri enn heima með Þórhildi í fæðingarorlofi. Þau héldu samt áfram að tala um þetta og þegar fór að vora urðu þau bjartsýnni á framhaldið.

„Á einhverjum tímapunkti vorum við búin að ræða þetta nógu mikið og lesa okkur til um alls konar og okkur fannst við alveg geta látið á þetta reyna. Það fór að vora líka, ég held það gæti hafa spilað inn í,“ segir Kjartan kíminn.

„Mínar forsendur voru kannski bara að þetta gæti verið áhugavert og gert lífið áhugaverðara og skemmtilegra. Þú varst meira svona, hafðir forsendur um að þú ert tvíkynhneigð og vildir fá tækifæri til að skoða það frekar sem þú hafðir aldrei gert, í rauninni,“ segir Kjartan.

Myndi ekki fara til baka

Þórhildur segir að hún hafi fengið spurninguna: „Myndir þú fara til baka í lokað samband?“ og hún snýr þeirri spurningu að Kjartani sem svarar:

„Ég myndi ekki vilja það, ég held að þú myndir ekki vilja það heldur og þess vegna væri sennilega svarið nei. En ég get alveg ímyndað mér að það sé hægt fyrir einhvern að fara til baka.“

Kjartan lýsir sambandinu áður en þau opnuðu það, en það eru margir sem halda að pör opni aðeins sambandið þegar eitthvað bjátar að.

„Ég myndi lýsa því sem mjög góðu, mjög öruggu og frekar hamingjusömu. Við vorum kannski pínu bugaðir foreldrar og búin að vera bæði háskólanemar og vinna mikið og þreytt og allt það. En hvorugt okkar var óánægt með sambandið okkar […] Við höfum átt mjög gott kynlíf alla okkar tíð.“

Það sem kom honum á óvart

Kjartan segir að fyrst þegar þau hafi rætt að opna hjónabandið hafi hann séð fyrir sér að það myndi breyta daglegu lífi þeirra til muna og að hann þyrfti kannski að búa með fimm manns í einhvers konar kommúnu.

„En á tímabilum lítur þetta utan frá nákvæmlega eins út [og áður] en munurinn er hugarfar og frelsið sem maður upplifir og maður finnur líka fyrir því þegar maður er ekki að nýta sér það.“

Þau ræða einnig um falskt öryggi í lokuðum samböndum, hvernig þau takast á við afbrýðisemi og fleira í þættinum sem má hlusta á Spotify.

Í maí tók Þórhildur viðtal við kærasta sinn, Marcel, sem vakti mikla athygli. Þau kynntust fyrir rúmlega ári síðan. Hann býr hálft árið á Spáni og kynntust þar í fyrra þegar Þórhildur var í fríi með fjölskyldu sinni.

Sjá einnig: Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“

Þórhildur var gestur í Fókus, spjallþætti DV, í fyrra og ræddi um opin sambönd, lífið og tilveruna. Horfðu á þáttinn hér eða hlustaðu á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fjármálaráðgjafi segir að þetta eigi að gera til að tryggja fjárhagslegt öryggi á ferðalagi – Ókeypis þráðlaust net varasamt

Fjármálaráðgjafi segir að þetta eigi að gera til að tryggja fjárhagslegt öryggi á ferðalagi – Ókeypis þráðlaust net varasamt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tanja Ýr á von á barni

Tanja Ýr á von á barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Síðasta mynd Simmons og færslan sem hann útbjó fyrir andlátið

Síðasta mynd Simmons og færslan sem hann útbjó fyrir andlátið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heimsþekkt danshjón á Íslandi

Heimsþekkt danshjón á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex hversdagslegar kynlífsupplifanir sem karlmenn þrá en þora ekki að biðja um

Sex hversdagslegar kynlífsupplifanir sem karlmenn þrá en þora ekki að biðja um
Fókus
Fyrir 4 dögum

Miðvesturríkjamamman sem elskar Ísland

Miðvesturríkjamamman sem elskar Ísland
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lordi ekki hrifnir af rokklögum í Eurovision undanfarin ár – „Inn um annað og út um hitt“

Lordi ekki hrifnir af rokklögum í Eurovision undanfarin ár – „Inn um annað og út um hitt“