fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Gagnrýnir J.D. Vance harðlega vegna ummæla hans um barnlausar konur

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Jennifer Aniston er vantrúuð á ummælum J.D. Vance varaforsetaefni Trump sem komu upp á yfirborðið fyrr í vikunni. 

Ummæli Vance frá júlí 2021 í viðtali við Fox News vöktu afhygli eftir að þeim var dreift að nýju á netinu og deildi Aniston bút af því hjá sér í story á Instagram. Þar vísaði Vance til lýðræðislegra stjórnmálamanna og fullyrti að Bandaríkin væru undir stjórn „barnlausra kattakvenna sem eiga bágt með eigið líf og … vilja gera restina af landinu líka ömurlega.“

„Ég trúi því varla að þetta komi frá hugsanlegum varaforseta Bandaríkjanna,“ skrifar Aniston.

„Það eina sem ég get sagt er… Herra Vance, ég bið þessað dóttir þín verði svo heppin að eignast eigin börn einn daginn,“ segir Aniston, sem hefur opnað sig um erfiðleika sína að eignast börn og reynslu sinni af IVF-meðferð.

„Ég vona að hún þurfi ekki að snúa sér að glasafrjóvgun sem valkosti. Vegna þess að þú ert að reyna að taka það frá henni líka.“

Í viðtalinu hélt Vance því fram að Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna, Alexandria Ocasio-Cortez fulltrúadeildarþingmaður og Pete Buttigieg samgönguráðherra væru „barnlaust fólk“ sem stjórnaði „allri framtíð demókrata“. „Hvernig getur það staðist að við höfum framselt landið okkar til fólks sem á ekki beinan hlut í því?“ sagði hann.

Vance, sem á þrjú börn með eiginkonu sinni Usha, synina Ewan, sex ára, og Vivek, fjögurra ára, og dótturina Mirabel, tveggja ára, var útnefndur varaforsetaefni í framboði Donald Trump þann 15. Júlí. Næstum viku síðar tilkynnti Joe Biden forseti að hann sækist ekki lengur eftir endurkjöri og samþykkti Kamelu Harris varaforseta sem frambjóðanda demókrata.

Harris, sem er 59 ára, er stjúpmóðir tveggja barna eiginmanns síns Doug Emhoff, sonarins Cole, 29 ára, og dóttur Ellu, 25 ára.

Aniston opnaði sig um IVF ferð sína árið 2022 í viðtali við tímaritið Allure. Sagðist hún þakkláta fyrir að hafa gengið í gegnum erfitt og krefjandi tímabil. 

„Ef ég hefði ekki gengið í gegnum þessa erfiðleika hefði ég aldrei orðið sú sem mér var ætlað að vera,“ sagði hún. „Ég hef eytt svo mörgum árum í að vernda sögu mína um glasafrjóvgun. Ég hef haldið þessum hlutum fyrir sjálfa mig því mér finnst eins og það sé svo lítið sem ég fæ að halda fyrir mig. … en ég hef ekkert að fela.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“