fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fókus

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 20:00

Maren Brynja Mynd: Lárus Karl Ingason/VIRK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef líklega alltaf verið, það sem kallað er á ensku „people pleaser“ – vil að öllum líði vel. Mér finnst svolítið eins og ég hafi verið froskur í sjóðandi vatni. Ég hafði verið undir álagi, streitu í svo langan tíma að það var orðið venjulegt ástand. Þetta gilti mestmegnis um starfsumhverfið og vinnuna,“ 

segir Maren Brynja Kristinsdóttir.

Maren Brynja segir sögu sína í viðtali í ársblaði VIRK. Hún leitaði til VIRK og nýtti sér þjónustu þeirra í átta mánuði eftir að hafa undirbúningur fyrir reglulegt starfsmannasamtal gerði henni ljóst að hún glímdi við mikla kulnun í starfi.

„Fyrir mér er kulnun samspil margra þátta. Þar spilar inn í starfið sjálft, eiginleikar fólks, starfsandinn, umhverfið í vinnunni, stjórnun og menningin hjá fyrirtækinu – og svo auðvitað einkalífið. Allir þessir þættir höfðu eitthvað að segja hjá mér en mismikið. Ég hafði unnið tæplega 20 ár hjá sama fyrirtækinu, sem er stórt og alþjóðlegt,“ segir Maren Brynja.

„Þegar ég var að undirbúa mig fyrir reglulegt starfsmannasamtal varð mér ljóst að ég gæti ekki farið í þetta samtal og endurtekið það sem ég hafði sagt árin á undan. Í mér bjó vanlíðan sem ég þurfti að tala um. Ég tók að punkta niður hjá mér atriði eins og svefnleysi, kvíða, ójafnvægi milli einkalífs og vinnunnar, minnkaða ánægju af hlutum – svo var það loddaratilfinningin! Þetta varð á endanum nokkuð langur listi. Þegar ég las hann yfir settist að mér óhugur og ég hugsaði: „Þetta er alvarlegt. Það sem ég hef skrifað niður bendir til kulnunar.“

Maren Brynja hringdi í vinkonu sína sem hafði glímt við kulnun og las fyrir hana listann. „Hún sagði: „Þarna eru öll rauðu flöggin!“ Ekki draga neitt undan í þessu starfsmannasamtali. Vertu hundrað prósent hreinskilin og segðu allt sem þú hefur verið að segja mér núna.“ 

Maren Brynja gerði það og segir stjórnendur hafa tekið hárrétt á málinu. „Það komu samstarfsmenn sem tóku mig afsíðis og ég var send heim. Fólkið sem ég átti samtal við vikuna áður áttaði sig á hvað var að gerast. Ég fékk strax leiðbeiningar um að hafa samband við lækni.“ 

Maren Brynja komst loks að hjá lækni í byrjun árs 2021, sótti um hjá VIRK, og nýtti öll úrræði sem í boði voru. „Strax og ég hafði jafnað mig á versta áfallinu var ég staðráðin í að nýta úrræði sem til væru, gera allt til að komast aftur til heilsu. Þegar ég hitti svo lækninn aftur bað ég sjálf um að lögð yrði inn beiðni um starfsendurhæfingu hjá VIRK. Eg vissi að vinnustaðurinn minn væri í samstarfi við VIRK og þar væru að finna margvísleg úrræði. Ég komst að eftir fjórar vikur. Ég hitti ráðgjafa VIRK hjá VR. Ráðgjafinn var yndisleg kona, sem tók mér rosalega vel. Um leið og ég hitti hana þá fann ég mikla hlýju og fékk góða tilfinningu fyrir þessu samstarfi.“ 

Eftir átta mánuði hjá VIRK sneri hún aftur á sama vinnustað og byrjaði í 20% starfi. Hún segist hafa fengið mikinn stuðning í vinnunni og það hafi verið lykilatriði í hennar bata. 

„Ég hafði þroskast mikið og farið í rækilega sjálfsskoðun, sjálfstraust mitt hafði vaxið og sjálfsmyndin batnað. Ég hef aldrei verið í jafn góðu jafnvægi og ég er núna. Ég held að ég sé miklu betri starfskraftur fyrir vikið heldur en ég var áður. Þótt þetta hafi verið óskaplega erfitt og ég myndi ekki óska neinum að ganga í gegnum þessa reynslu þá er ég samt mjög þakklát því ég græddi heilmikið. Það gerðist ekki síst fyrir tilstilli VIRK. Stuðningsnet og úrræðin þar skiptu sköpum, ég gat nýtt mér þau afskaplega vel.Í hugum annarra snjóar fljótt yfir þetta en fyrir mig var starfsendurhæfingarferlið hjá VIRK umbylting. Ég hef verið ófeimin að ræða hvað mér líður miklu betur og hvað ég er þakklát. Þá finn ég sterka samkennd og hvað fólk samgleðst mér.“

Viðtalið við Maren Brynju má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lordi ekki hrifnir af rokklögum í Eurovision undanfarin ár – „Inn um annað og út um hitt“

Lordi ekki hrifnir af rokklögum í Eurovision undanfarin ár – „Inn um annað og út um hitt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það eru mistök að nota þvottaklemmur við útiþurrkun

Það eru mistök að nota þvottaklemmur við útiþurrkun
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rómantísk stund þegar Jakob bað Gerðar – Sjáðu myndbandið

Rómantísk stund þegar Jakob bað Gerðar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 5 dögum

KALEO gefur út lag um skotárásir í Bandaríkjunum

KALEO gefur út lag um skotárásir í Bandaríkjunum