fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Fókus

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Fókus
Þriðjudaginn 23. júlí 2024 12:30

Pete Davidson Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Pete Davidson hefur hætt neyslu á öllum efnum, nema einu. 

„Ég get ekki hætt í grasinu, það er það eins sem er eftir,“ sagði leikarinn við áhorfendur sína á Pete Davidson: Rehab Tour sýningu í Atlantic City á laugardag.

„Ég notaði kókaín og ketamín og allar pillurnar og allt þetta drasl. Það eina sem er eftir er gras, þannig að ég er næstum orðinn hreinn, en ég ætla að reykja það aðeins lengur.“

Í ágúst 2023 greindi Page Six frá því að Davidson notaði ketamín til að meðhöndla þunglyndi sitt. Á þeim tíma var hann nýkominn úr meðferð eftir að hafa leitað sér aðstoðar til að takast á við áfallastreituröskun sína og persónuleikaröskun.

„Pete fer reglulega í meðferð til að „stilla sig af“ og taka sér andlegt hlé, svo það er það sem er að gerast,“ útskýrði heimildamaður.

Dæmdur til samfélagsþjónustu eftir bílslys

Nokkrum mánuðum fyrir þá meðferð, í mars 2023,  lenti Davidson í bílslysi ásamt þáverandi kærustu Chase Sui Wonders. Keyrði hann með ofsahraða á brunahana og þaðan inn í bílskúr nærliggjandi einbýlishúss. Leikarinn gerði lítið úr slysinu á laugardag eftir að hafa fengið þær fregnir að ákæra á hendur honum vegna málsins hefði verið felld niður. Sagðist hann ekki hafa séð stöðvunarmerki og ákveðið að keyra inn á heimilið í stað gangandi vegfaranda.

„Ég sá húsið og ég hugsaði: „Ég held að þú getir ekki dáið ef þú lendir í húsi.“ Venjulega í sjónvarpsþáttum keyra þeir bara í gegnum það,“ sagði hann í viðtali við Daily Mail. „Þannig að ég beygði og stefndi að húsinu og ég lenti reyndar nokkuð vel í bílskúrnum. Jafnvel þegar ég er verstur, þá er ég frekar mikið með þetta,“ sagði Davidson sem viðurkenndi þó að vera smeykur um að eiga hugsanlega eftir að fara í fangelsi vegna atviksins.

Dómari dæmdi hann til að ljúka 50 samfélagsþjónustustímum og fara í ökunám um öruggan akstur. Hann þurfti einnig að „heimsækja bæði sjúkrahús og líkhús til að sjá afleiðingar áhættusamra ákvarðana í umferðinni.“

„Ég var bara, má ég bara fara í fangelsi í einn dag? Þetta virðist vera sex vikna vinna,“ sagði Davidson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sex hversdagslegar kynlífsupplifanir sem karlmenn þrá en þora ekki að biðja um

Sex hversdagslegar kynlífsupplifanir sem karlmenn þrá en þora ekki að biðja um
Fókus
Í gær

Ferill Katy Perry riðar til falls eftir heimskulegar ákvarðanir

Ferill Katy Perry riðar til falls eftir heimskulegar ákvarðanir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lordi ekki hrifnir af rokklögum í Eurovision undanfarin ár – „Inn um annað og út um hitt“

Lordi ekki hrifnir af rokklögum í Eurovision undanfarin ár – „Inn um annað og út um hitt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það eru mistök að nota þvottaklemmur við útiþurrkun

Það eru mistök að nota þvottaklemmur við útiþurrkun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórleikarinn hefur ekki notað algenga snyrtivöru í tugi ára

Stórleikarinn hefur ekki notað algenga snyrtivöru í tugi ára
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Maðurinn sem borðaði heila flugvél – Svona fór hann að því

Maðurinn sem borðaði heila flugvél – Svona fór hann að því