fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Fókus

Síðasta mynd Simmons og færslan sem hann útbjó fyrir andlátið

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 22. júlí 2024 12:30

Richard Simmons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski líkamsræktarfrömuðurinn Richard Simmons lést 13. Júlí síðastliðinn, degi eftir 76 ára afmæli sitt.

Starfsfólk hans deildi nú um helgina síðustu myndinni sem tekin var af Simmons og færslu sem hann útbjó sjálfur fyrir andlát sitt. „Við héldum að þið mynduð vilja sjá hana.“

„Frá starfsfólki Richard: Halló öll. Richard lagði mikla vinnu í færslurnar sínar fyrir ykkur.  Hann var með margar hugmyndir og vann þær fram í tímann… fór svo aftur í hverja og eina til að gera breytingar þar til færslurnar voru alveg eins og hann vildi áður en hann birti,“ segir í færslu starfsfólksins á laugardag.

„Eins og þið vitið, um helgar var hann vanur að deila bara mynd með fyrirsögn. Hann valdi alltaf myndirnar sínar og skrifaði myndatexta sína fyrir komandi helgi á föstudegi. Þannig að við erum með færsluna sem Richard ætlaði að deila með þér síðasta sunnudag. Við héldum að þú myndir vilja sjá hana.“

Hér er færslan sem Richard hafði skipulagt fyrir þig sunnudaginn 14. júlí 2024. „Leyfðu mér að fljúga þér til tunglsins svo við getum horft á stjörnurnar. Ást, Richard.’“

Á myndinni er Simmons sig í appelsínugulum geimfarabúningi frá NASA fyrir framan litríkan bakgrunn.

TMZ greindi frá því að Simmons hefði dottið á baðherberginu föstudaginn 12. júlí og neitað að leita læknisaðstoðar. Heimilishjálp hans aðstoðaði hann í rúmið og fann hann látinn morguninn eftir. Lögregla telur ekkert saknæmt við andlátið, en rannsókn er enn í gangi.

Simmons var jarðaður síðastliðinn föstudag í Los Angeles að viðstöddum fjölskyldu og nánustu vinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lordi ekki hrifnir af rokklögum í Eurovision undanfarin ár – „Inn um annað og út um hitt“

Lordi ekki hrifnir af rokklögum í Eurovision undanfarin ár – „Inn um annað og út um hitt“
Fókus
Í gær

Það eru mistök að nota þvottaklemmur við útiþurrkun

Það eru mistök að nota þvottaklemmur við útiþurrkun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rómantísk stund þegar Jakob bað Gerðar – Sjáðu myndbandið

Rómantísk stund þegar Jakob bað Gerðar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

KALEO gefur út lag um skotárásir í Bandaríkjunum

KALEO gefur út lag um skotárásir í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem borðaði heila flugvél – Svona fór hann að því

Maðurinn sem borðaði heila flugvél – Svona fór hann að því
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ozzy er kominn með nóg af myndböndum Britney – „Hvern einasta helvítis dag“

Ozzy er kominn með nóg af myndböndum Britney – „Hvern einasta helvítis dag“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Falska söngkonan biðst afsökunar á að hafa slátrað þjóðsöngnum – „Ég ætla ekkert að skafa utan af því, ég var full“

Falska söngkonan biðst afsökunar á að hafa slátrað þjóðsöngnum – „Ég ætla ekkert að skafa utan af því, ég var full“