fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Fókus

Ferill Katy Perry riðar til falls eftir heimskulegar ákvarðanir

Fókus
Sunnudaginn 21. júlí 2024 17:30

Nýjasta lag Katy Perry hefur mætt talsverðu andstreymi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferill stórstjörnunnar Katy Perry er sagður riða til falls eftir að nýjasta lag hennar brotlenti harkalega. Lagið Woman´s world var frumsýnt þann 11. júlí síðastliðinn og átti að marka endurkomu Perry með miklum hvelli. Um var að ræða fyrsta lagið á tilvonandi plötu Perry. Gagnrýnendur hafa hins vegar tætt lagið í sig og segja það lélegt, ófrumlegt og hreinlega heimskulegt. Þá er tónlistarmyndbandið við lagið sérstaklega umdeilt og hafa aðdáendur stjörnunnar keppst við að furða sig á því. Lagið hefur engan veginn staðið undir væntingum á vinsældarlistum um allan heim, listum sem Perry var vön að tróna á toppinum á á árum áður.

En það er ekki síður sú ákvörðun Perry að búa til lag, sem virðist hafa átt að vera einskonar femínskur óður, með hinum umdeilda Dr. Luke sem hefur gert það verkum að aðdáendur eru að snúa við henni bakinu..

Árið 2014 sprakk allt í loft upp milli söngkonunnar Keshu og tónlistarframleiðandans Dr. Luke. Kærði Kesha hfyrir um að hafa brotið á sér með margvíslegum hætti, kynferðislega og beitt hana andlegu ofbeldi. Tónlistarframleiðandinn svaraði með því að kæra Keshu fyrir rangar sakagiftir. Málið velktist um í fjölda ára en árið 2023 var greint frá því að deiluaðilarnir hefðu náð sáttum.

Ein af ótrúlegri senum í þessari deilu var meðal annars sú fullyrðing Keshu að Dr. Luke hefði nauðgað Katy Perry, eitthvað sem Perry hefur staðfastlega neitað.

Eins og gefur að skilja er Dr. Luke gríðarlega umdeildur og því vakti það mikla furðu að Perry hafi kosið að vinna með honum að nýju plötunni.

Útlitið er því frekar svart hjá Perry þessi dægrin en von er á öðru lagi hennar á næstunni. Er mikið undir hjá Perry að það lag endi ekki líka í hakkavélinni.

Hér má hlusta á umdeilda og sjá furðulegt myndbandið:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Goðsögnin Bob Newhart er látinn

Goðsögnin Bob Newhart er látinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem borðaði heila flugvél – Svona fór hann að því

Maðurinn sem borðaði heila flugvél – Svona fór hann að því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem var fyrirmyndin að Stjána bláa

Maðurinn sem var fyrirmyndin að Stjána bláa
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð
Fókus
Fyrir 6 dögum

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“