fbpx
Fimmtudagur 04.júlí 2024
Fókus

Eva var send heim af bráðamóttökunni með laxerolíu – „Það hvarflaði ekki að neinum að ég væri með krabbamein“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 08:53

Eva Gunnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var búin að vera með virk einkenni í heilt ár en það hvarflaði ekki að neinum að ég væri með krabbamein.“

Segir Eva Gunnarsdóttir, sálfræðingur og núvitundarkennari, í pistli í Morgunblaðinu í dag.

Þegar hún var fertug fékk hún óvænt ristilkrabbamein. Hún var þá búsett í London og fór í gegnum meðferð á Royal Free Hospital í Hampstead.

„Krabbameinið var aldrei greint þar sem ég var mörgum áratugum undir meðalaldri og passaði auk þess ekki við neina þekkta áhættuþætti fyrir ristilkrabbamein. Það var ekki fyrr en ég fór mjög veik á slysavarðstofu spítalans með ristilstíflu að æxlið kom í ljós og það þurfti að framkvæma neyðaraðgerð samdægurs,“ segir Eva.

„Fjórum dögum síðar þurfti að endurtaka aðgerðina og setja upp tímabundið stóma sem var síðan fjarlægt ári síðar.“

Eva segir að krabbameinið hafi reynst staðbundið en engu að síður hafi verið mælt með lyfjameðferð út af því hversu ung hún var og af því að líkurnar á endurkomu ristilkrabbameins er hærri í neyðartilvikum.

Virk einkenni í ár

„Ég var búin að vera með virk einkenni í heilt ár en það hvarflaði ekki að neinum að ég væri með krabbamein. Sérfræðingar nefndu hluti eins og heilsukvíða og órólegan ristil (IBS) og ég breytti mataræðinu og fór að borða heilsufæði. Það jók á hraustlegt útlit og enginn gerði sér grein fyrir hvaða þróun var að eiga sér stað þar til ristilstíflan myndaðist,“ segir Eva og bætir við:

„Meira að segja var ég send aftur heim með laxerolíu þar til ég sneri aftur á spítalann nokkrum dögum síðar enn veikari.“

Eva er að skrifa bók um reynslu sína, sem ber titilinn „Staðráðin í að vera“ og verður væntanleg fyrir jól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon svarar þeim sem sögðu brúðarkjól hennar of fleginn

Dóttir Susan Sarandon svarar þeim sem sögðu brúðarkjól hennar of fleginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry Bretaprins gert að útskýra hvernig mikilvæg málsgögn fóru forgörðum

Harry Bretaprins gert að útskýra hvernig mikilvæg málsgögn fóru forgörðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hefur glímt við mörg áföll í lífinu – „Mér finnst ég ekki vera brjálæðisleg baráttukona eins og fólk er að segja við mig. Mér finnst ég bara vera Magga“

Hefur glímt við mörg áföll í lífinu – „Mér finnst ég ekki vera brjálæðisleg baráttukona eins og fólk er að segja við mig. Mér finnst ég bara vera Magga“