fbpx
Fimmtudagur 04.júlí 2024
Fókus

Brúðkaupið breyttist í martröð þegar gestir voru látnir standa klukkutímunum saman svangir úti í kuldanum

Fókus
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 14:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúðkaup eru gjarnan tilefni til að gera vel við sig og sína til að fagna ástinni. Töluverð vinna fer gjarnan í að skipuleggja fögnuðinn og að mörgu að huga.

Það er þó mikilvægt, eins og flestir væntanlega vita, að gæta þess að gestirnir njóti sín. Ein hjón ákváðu þó að dagurinn snerist alfarið um þau að gestir þyrftu bara að sætta sig við það.

Kona nokkur á Reddit opnaði sig um hræðilega reynslu af brúðkaupi sem henni var boðið til nýlega. Dagurinn hafi vægast sagt snúist upp í andhverfu sína.

Fyrst og fremst var athöfnin utandyra og það í janúarkuldanum. Brúðhjónin höfðu nefnilega komist að því að það væri ódýrara að halda útibrúðkaup að vetri til. Gestir voru því að krókna úr kulda, enda enginn hitablásari á svæðinu, né tjöld til að skýla fólki frá veðrinu.

Athöfnin hófst svo klukkustund seinna en til stóð og þegar hún loksins hófst tóku herlegheitin rúma klukkustund svo gestir máttu standa úti í kuldanum í tvær klukkustundir.

Svo fór fram veisla sem var sem betur fer haldin inni í veislutjaldi sem var upphitað. En þá kom næsta áfall. Atöfnin fór fram í hádeginu og mættu gestir þangað fullvissir um að beint eftir athöfnina yrði boðið upp á hádegismat. Annað kom á daginn. Enginn matur var borinn fram fyrr en um 17:30. Þá tóku við fordrykkir með smá fingramat sem varla dugði upp í nös á ketti, enda bara reiknað með að 70% gesta myndu fá sér fingramat á þessum tíma.

Loksins var gestum vísað til sætis og boðið var upp á nokkra rétti og þótti gestum óhóflegur tími líða á milli réttanna. Þetta var víst gert svo að brúðhjónin hefði tíma til að fara í myndatöku.

„Eftir að okkur var vísað til sætis þá tók það heila eilífs að fá fyrsta réttinn, svo leið óhóflegur tími á milli rétta og svo aftur óhóflegur tími áður en tími var kominn til að dansa eftir matinn. Við erum að tala um 2,5 klukkustundir fyrir eitthvað sem venjulega tekur klukkustund. Klukkan var svona 20:00 þegar við byrjuðum að dansa. Kemur á daginn að hjónin báðu veisluþjónustuna um að flýta sér hægt svo það væri hægt að taka fleiri myndir. Ég skil það, en að hafa gesti sitjandi án þess að hafa nokkuð að gera hátt í 7 klukkutíma er bara dónalegt.“

Konan sem lýsti þessari reynslu sagðist hafa forðað sér eins fljótt og hún gat án þess að vera dónaleg sjálf.

Netverjar áttu ekki orð og skrifuðu athugasemdir þar sem þeir lýstu því yfir að þetta væri með öllu óboðlegt og að heilvita fólk hefði nú forðað sér áður en veislan var á enda, og jafnvel tekið gjöfina með sér heim aftur.

Ljóst er að umrædd kona er ekki sú eina sem hefur neikvæða reynslu af brúðkaupi enda birtir hún færslu sína á undirsíðu reddit sem er helguð brúðkaupsskömm (wedding shaming).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ísraelskt heimskapphlaup hófst á Íslandi

Ísraelskt heimskapphlaup hófst á Íslandi
Fókus
Í gær

Guðrún var með þrálát einkenni sem barn – Sýkingar í kinn-og ennisholum og meltingin í ólagi – Greind með ímyndunarveiki

Guðrún var með þrálát einkenni sem barn – Sýkingar í kinn-og ennisholum og meltingin í ólagi – Greind með ímyndunarveiki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klúðraði atvinnuviðtalinu á fyrstu fimm mínútunum – Þetta gerði hann vitlaust

Klúðraði atvinnuviðtalinu á fyrstu fimm mínútunum – Þetta gerði hann vitlaust
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon svarar þeim sem sögðu brúðarkjól hennar of fleginn

Dóttir Susan Sarandon svarar þeim sem sögðu brúðarkjól hennar of fleginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginkona Kanye sökuð um að senda gróft klám á ólögráða starfsmenn í sláandi kærumáli – Ásakanir um kynþáttaníð, þrælahald og eitraða menningu

Eiginkona Kanye sökuð um að senda gróft klám á ólögráða starfsmenn í sláandi kærumáli – Ásakanir um kynþáttaníð, þrælahald og eitraða menningu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svaf hjá móður vinar síns – Það kom í bakið á honum

Svaf hjá móður vinar síns – Það kom í bakið á honum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigrún var lengi á götunni með börnin sín – „Ég vissi oft ekki hvar ég myndi leggja þau niður á kvöldin“

Sigrún var lengi á götunni með börnin sín – „Ég vissi oft ekki hvar ég myndi leggja þau niður á kvöldin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsstellingin sem gerir karlmenn stærri að neðan

Kynlífsstellingin sem gerir karlmenn stærri að neðan