fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Fókus

Arnór segir gríðarlegan fjölda fólks læknast af stoðkerfisverkjum með hjálp kulda

Fókus
Föstudaginn 19. júlí 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðsend grein frá Alkastinu:

Nýjasti gestur Gunnar og Arnórs í Alkasti Þvottahússins er enginn annar en meistarinn Arn­ór Sveins­son heilsukennari. Arnór er búinn að nema hin og þessi fræði tengd kulda, öndun, kakóathöfnum og hljóð- eða ómheilun. 

Í viðtalinu var farið um víðan völl en þar sem Arnór hefur komið í þáttinn áður þar sem hann fór yfir sögu sína var stefnan frekar tekin á tæknilegu hlið þessara iðkana sem Arnór kennir. Það var auðvitað byrjað á kuldanum en kuldaböð hafa notið gríðarlegra vinsælda hér á landi síðustu ár og virðist áhugi fólks á kulda sem heilsubót bara fara vaxandi. Arnór fór í viðtalinu á skilgreinilegan hátt yfir hvernig heilastarfsemin milli framheilans, tilfinningaheilans og frumheilans eða eðluheilans eins og hann kallar það á sér stað. Það að líkaminn verðlauni þann sem kemst í kuldann og nær stjórn á öndun sinni með boðefnum sem veita okkur gleði og vellíðan. Bólguminnkun er einnig stór þáttur í þessari jöfnu vill Arnór meina og talar tölfræðin algjörlega sínu máli þar, þar sem gríðarlegur fjöldi fólks segist hafa læknast af hinum og þessum stoðkerfisverkjum með hjálp kulda og réttrar öndunar. 

Arn­ór Sveins­son

Talið barst að öndun og Arnór lítur á þessa kennslu sína hvað varðar öndun sem hinn algjörra grunn að góðri heilsu. Hann vill meina að með því að þjálfa öndunina og auka neföndun þá nái lungun að koma mun meira súrefni til allra fruma sem er í raun lykilatriði að heilbrigðri starfsemi líkamans. Öndunin sem sé útfærð á réttan hátt veitir stuðning við taugakerfið, róar hugann og kemur líkamanum í ástand þar sem hann fer að lækna sig sjálfur eins og honum er ætlað að sögn Arnórs.

Í öndunartímum hjá sér verður Arnór oft var við að það losnar um spennu sem hann vill meina að geti verið sem afleiðingar hinna og þessara áfalla í þessu lífi sem og lífi margra kynslóða aftur. Hann horfir upp á karla og konur gráta og hlæja nánast óstjórnlega í kjölfar þessara æfinga sem orsaka að miklu fargi er létt af viðkomandi. Sama gildir með teygjur og talaði Arnór um mjaðmirnar sérstaklega en þar tengist þessi efri og neðri líkami. Psoas-vöðvarnir liggja þarna og tengja saman efri og neðri líkama og séu þeir stirðir og stífir eins og svo oft er hjá kyrrsetufólki sérstaklega orsaki það mjóbaksverki sem erfitt er að eiga við nema að rót vandans sé skoðuð sem í raun liggur ekki í mjóbaki heldur í mjöðmunum. 

Gunnar minnti hann á síðasta tíma sem hann fór til Arnórs í byrjun desember 2022 en þar var áherslan lögð á mjaðmaopnun í eina tvo klukkutíma. Eftir tímann veiktist Gunnar strax um kvöldið og lá með hita í heila viku en það merkilega er að síðan þá hefur Gunnar ekki einu sinni fengið flensu eða kvef. 

Hvað varðar kakóið þá segir Arnór að það opni æðakerfið og bókstaflega sem og í andlegri meiningu opnar hjartað ásamt að kakóið er gríðarlega ríkt af andoxunarefnum sem minnka myndun sindurefna í húðinni en það eru efni sem hraða öldrun húðarinnar með niðurbroti á kollageni og skemmdum á húðfrumum. 

Þegar að Arnór hefur komið þeim sem sitja námskeiðin eða tímana í ró og slökun bætir hann hljóðheilun inn sem kemur bæði huga og líkama í algjöra slökun. Hljóðtíðnin sem hann nær að framkalla með tíbeskum skálum verða eitt með líkama og hug sem endurstillir alla tíðni líkamans. Og eins og hann vill meina þá er líkaminn í raun ekki í föstu formi nema í einhverju brot úr prósentuhlutfalli og því má segja að efnislíkaminn og hugur sé í raun bara tíðni og orka. 

Talið barst að hugvíkkandi efnum eins og svo oft áður en Arnór vill meina að þau séu fínt verkfæri í stórum sem og í smáum skömmtum en að það sé ríkt í okkur að stökkva á þá lest með óraunhæfar væntingar og kröfur. Hann vill meina að grunnurinn sem einmitt snýr að öndun, hreyfingu, hreinu mataræði sé algjör nauðsyn ef maður ætli sér að fara veg hugvíkkandi efna. Hann segir þetta heyra saman, hugvíkkandi efni eins og Psilocybin sveppurinn og ábyrgð einstaklingsins hvað varðar lífstílsbreytingar. 

Allt þetta og ótal margt meira var rætt um í þessu viðtali og viljum við hvetja alla sem hafa áhuga á heilsu eða þeim sem eru að glíma við kvíða, þunglyndi eða aðrar geðraskanir að hlusta vel og taka það sem kemur þarna fram virkilega til sín. 

Þau sem vilja kynna sér það sem Arnór hefur upp á að bjóða geta séð það hér.

Þetta magnaða viðtal við Arnór Sveinsson má heyra og sjá hér á spilaranum fyrir neðan en einnig má heyra öll viðtöl Alkastins á öllum streymisveitum eins og Spotify og auðvelt er að merkja við follow eða subscribe og fær maður þá tilkynningar í hvert skipti sem nýtt viðtal kemur út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður bræddi hjörtu dómara með ástaróð til eiginkonu sinnar

Lögreglumaður bræddi hjörtu dómara með ástaróð til eiginkonu sinnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aflýsti tónleikaferð vegna ummæla um Trump

Aflýsti tónleikaferð vegna ummæla um Trump
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans
Fókus
Fyrir 5 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“