fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fókus

Ozzy er kominn með nóg af myndböndum Britney – „Hvern einasta helvítis dag“

Fókus
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 16:30

Ozzy Osbourne mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Ozzy Osbourne er búinn að fá sig fullsaddan af dansmyndböndum söngkonunnar Britney Spears á Instagram. Í hlaðvarpinu Osbournes sem fjölskylda hans heldur úti sagði Ozzy eiginkonu Sharon og börnum þeirra Jack og Kelly að hann væri kominn með nóg af því að sjá færslur „fátæku gömlu“ söngkonunnar á samfélagsmiðlum.

Þegar Sharon útskýrði að það væru dansmyndbönd Spears sem eiginmaður hennar var sérstaklega að vísa til, bætti Ozzy við: „Hvern einasta helvítis dag“

„Ég vorkenni henni,“ sagði Kelly áður en faðir hennar bætti við: „Þú veist, þetta er sorglegt, mjög, mjög sorglegt.“

Sharon vísaði til Spears sem „aumingja litla“ en Jack var sammála föður sínum og sagði að þetta væri „mjög sorglegt“. „Þetta er hjartnæmt,“ bætti Sharon við.

Ummæli Osbournes um Spears féllu eftir að hún birti myndband af sér á laugardag þar sem hún dansar léttklædd við lag Madonnu, I’m Addicted. Síðan þá hefur hún birt tvö önnur myndbönd. 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by XILA MARIA RIVER RED (@britneyspears)

Söngkonan hefur í gegnum árin deilt mörgum sambærilegum myndböndum sem hafa valdið því að aðdáendur hennar, og börnin hennar, hafa áhyggjur af velferð Britney. Í lok september olli hún aðdáendum verulegum áhyggjum þegar hún birti myndband af sér að dansa, haldandi á tveimur stórum hnífum. Hins vegar hélt hún því fram að hnífarnir væru leikmunir. Í öðru myndbandi í desember klæddist hún undirfötum og hælum og dansaði við lag Peggy Lee frá árinu 1958, Fever, stuttu eftir að í ljós kom að pabbi hennar, Jamie Spears, hafði gengist undir fótaflimun.

Britney ver hins vegar dansmyndbönd sín og kallar þau meðferðarform.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Telja Justin Bieber hafa verið að skjóta á Selenu Gomez með þessari mynd

Telja Justin Bieber hafa verið að skjóta á Selenu Gomez með þessari mynd
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fannar stendur fast á sínu og tekur ekki til baka umdeildu ummælin frá 2019 – „Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði“

Fannar stendur fast á sínu og tekur ekki til baka umdeildu ummælin frá 2019 – „Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?