fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Lögreglumaður bræddi hjörtu dómara með ástaróð til eiginkonu sinnar

Fókus
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaðurinn Mervin Mayo bræddi hjörtu þegar hann söng ástarsöng til eiginkonu sinnar á sviðinu í hæfileikakeppninni America’s Got Talent. Dómararnir heilluðust af flutningnum en þó meira af sjálfum manninum og ástinni sem hann ber til konu sinnar.

„En rómantískt, það er svo fallegt hvernig þú elskar hana og ég held að fólk muni elska þig,“ sagði leikkonan Sofia Vergara sem er í dómnefndinni. Harðjaxlinn Simon Cowell, sem vanalega er sá dómari sem erfiðast er að hreyfa við sagði: „Þú ert í alvörunni með góða rödd og allt sem þú gerðir var einlægt. Ég hugsa að þetta hafi verið frábær stund og að fólk eigi eftir að heillast af þér.“

Mervin starfar sem lögreglumaður í Richmond í Virginíu. Hann vinnur helst með ungmennum í áhættuhópum.

„Ég hef starfað sem lögreglumaður í 19 ár. Ég er ekki bara venjuleg götulögga. Ég er lögreglumaður sem starfa með grunnskólunum þar sem ég vinn með unglingum sem hafa sýnt áhættuhegðun og reyni að koma í veg fyrir að þau leiðist út í glæpi.“

Það er engin tilviljun að Mervin valdi sér þessa sérhæfingu. Hann var sjálfur vandræðaunglingur og ólst upp við fátækt í félagslegu húsnæði. Þar var starfrækt forvarnarverkefni sem átti eftir að breyta lífi hans. Lögreglumaður tók hann undir væng sinn og héld honum á beinu brautinni. „Ég er lifandi í dag því hann hélt mér á beinu brautinni og ég er svo þakklátur því eins og ég segi fólki þá sá ég fleiri morð sem barn heldur en ég hef séð sem lögreglumaður. “

Eiginkona hans Michelle er forstöðumaður námsráðgjafar í umdæminu og starfar náið með manni sínum. Hann segir eiginkonu sína hafa hvatt sig til að taka þátt í America’s Got Talent.

„Það er konu minni að þakka að ég er hérna í dag. Hún hvetur mig til að láta drauma mína rætast.“

Mervin söng lagið Thinking Out Loud eftir Ed Sheeran. Á meðan hann söng gjóaði hann ítrekað augunum til konu sinnar og að flutningi loknum fékk hann fingurkoss frá henni að launum.

Dómararnir heimtuðu að Michelle kæmi upp á svið með honum. „Þið eruð bæði frábær. Þið eruð fólkið sem gerir að verkum að við erum örugg og eins fólki í skólakerfinu. Þið sinnið samfélagslegri þjónustu og það er æði,“ sagði dómarinn Howie Mandel og bætti við að hann hlakkar til að sjá þau aftur.

Mervin fékk einróma já frá dómnefnd og mun því halda áfram á næsta stig keppninnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hefur þú fundið öll vegglistaverkin í höfuðborginni? – Síbreytilegt fjársjóðskort

Hefur þú fundið öll vegglistaverkin í höfuðborginni? – Síbreytilegt fjársjóðskort
Fókus
Fyrir 3 dögum

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“