fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Fókus

Þetta eru stórstjörnurnar sem velja Ungfrú Ísland 2024

Fókus
Mánudaginn 15. júlí 2024 12:30

Myndir/Arnór Trausti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungfrú Ísland 2024 verður valin þann 14.ágúst n.k. Lilja Sif Pétursdóttir, Ungfrú Ísland 2023, mun krýna arftaka sinn, en Lilja keppti fyrir Íslands hönd í keppninni Miss Universe í El Salvador í fyrra.

Keppnin fer fram í Gamla Bíó og verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð2Vísi.

Miklar breytingar munu verða á keppninni í ár en þar ber hæst að keppnin verður alfarið á íslensku og alíslensk dómnefnd mun velja þá konu sem ber sigur úr bítum.

Dómnefndina í ár skipa:

Friðrik Ómar Hjörleifsson, tónlistarmaður.
Arna Ýr Jónsdóttir, fegurðardrottning og hjúkrunarfræðinemi.
Guðmundur Birkir Pálmason, kírópraktor og áhrifavaldur.
Gerður Huld Arinbjarnardóttir, viðskiptakona.
Kolbrún Pálína Helgadóttir, athafnakona.

Það er augljóst að dómnefndinni bíður ekki auðvelt verkefni því 25 glæsilegar og frambærilega konur keppa um titilinn og tækifærið sem fulltrúi Íslands á alþjóðavísu.

Stærsti og veigamesti hluti keppninnar er viðtalshlutinn, en keppendur hitta dómnefnd í persónulegu viðtali daginn fyrir lokakvöldið. Á sviðinu sjálfu munu konurnarnr svo klæðast fatnaði frá Gina Tricot, sundfötum frá Wagtail og skarti frá Vera Design – og að lokum koma fram í síðkjól sem þær hafa valið sjálfar.

„Ég er virkilega spennt fyrir þessum breytingum. Það skiptir mig höfuðmáli að allir keppendur standi jafnir og ég er sannfærð um að þessi fjölbreytti hópur fagfólks velji okkur góðan fulltrúa.” segir Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdarstjóri Ungfrú Ísland.

Almenningi gefst einnig tækifæri til að velja NETSTÚLKUNA 2024. Hægt er að kjósa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hollywood-stjarna svarar til saka fyrir voðaskot – Næstu stóru sjónvarpsréttarhöldin hefjast í dag

Hollywood-stjarna svarar til saka fyrir voðaskot – Næstu stóru sjónvarpsréttarhöldin hefjast í dag
Fókus
Fyrir 6 dögum

Margrét varð ófrísk 17 ára og þurfti að berjast fyrir skólagöngunni -„Starfsfólk sem hélt bara ekkert með mér“

Margrét varð ófrísk 17 ára og þurfti að berjast fyrir skólagöngunni -„Starfsfólk sem hélt bara ekkert með mér“