fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Fókus

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

Fókus
Mánudaginn 15. júlí 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldinum Haliey Welch skaut nýlega upp á stjörnuhimininn eftir að viðtal birtist við hana á TikTok.

Hún hafði verið á rölti þegar hún var stöðvuð fyrir þetta óvænta viðtal og var spurð hvaða útspil í svefnherberginu geti fengið karlmann til að missa sig. Svarið hennar er nú þegar orðið ódauðlegt.

„Þú þarft að gefa þeim þetta „hawk tuah“ og hrækja á vininn þeirra,“ sagði Haliey af sannfæringu og skráði sig í sögubækur internetfrægðar. Hawk tuah vísar til hljóðsins sem fólk gefur frá sér þegar það hrækir af innlifun, en Haliey heldur því fram að það hreinlega trylli karlmann þegar hrækt er að getnaðarlim þeirra í munnmökum.

Hún er nú komin með umboðsmann og ætlar svo sannarlega að nýta sér þessa óvæntu frægð. Miðillinn TMZ tók hana tali á flugvellinum í New York og spurði hvort hún sé farin að fá skilaboð frá karlmönnum sem vilja bjóða henni á stefnumót. Hún segist vissulega fá skilaboð en karlmenn séu þó ekki á höttunum eftir stefnumóti heldur vilja þeir fá að kaupa myndir, og ekki hvernig myndir sem er heldur myndir af fótum hennar. Því miður þurfa mennirnir að bíta í það súra epli að Haliey hefur engan áhuga á að gera fætur sína að féþúfu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hollywood-stjarna svarar til saka fyrir voðaskot – Næstu stóru sjónvarpsréttarhöldin hefjast í dag

Hollywood-stjarna svarar til saka fyrir voðaskot – Næstu stóru sjónvarpsréttarhöldin hefjast í dag
Fókus
Fyrir 6 dögum

Margrét varð ófrísk 17 ára og þurfti að berjast fyrir skólagöngunni -„Starfsfólk sem hélt bara ekkert með mér“

Margrét varð ófrísk 17 ára og þurfti að berjast fyrir skólagöngunni -„Starfsfólk sem hélt bara ekkert með mér“