fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Fókus

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Fókus
Fimmtudaginn 11. júlí 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn leikaranum Alec Baldwin. Leikarinn er sakaður um manndráp af gáleysi eftir voðaskot á tökustað kvikmyndarinnar Rust árið 2021.

Leikarinn hélt á byssu, sem var leikmunur, og miðaði á myndavél. Þá hljóp af skot, en leikarinn vissi ekki að byssan væri hlaðin. Skotið fór í gegnum leikstjórann og endaði í kvikmyndatökukonunni Halyna Hutchins sem lést af áverkum sínum.

Saksóknarinn, Erlinda Ocampo, sagði í opnunarávarpi sínu í gær að hér væri um að ræða valdamikla kvikmyndastjörnu sem hafi látið sér öryggi annarra í léttu rúmi liggja og hagað sér með glæpsamlega óábyrgum hætti á tökustað.

Baldwin hafi heimtað að fá „stærsta vopnið sem væri í boði“ til að nota í þessu atriði myndarinnar. Hann hafi svo vanrækt að mæta á vopnaæfingar heldur reglulega stundað að miða byssunni á fólk. Stjarnan hafi hegðað sér eins og barn í byssuleik og brotið grundvallar öryggisreglur. Reglur segja að leikarar þurfi að meðhöndla vopn með virðingu og alltaf líkt og þau séu í raun og veru hlaðin. Aldrei megi taka í gikkinn nema bara þegar til stendur að skjóta.

Verði Baldwin sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að 18 mánaða fangelsi.

Leikarinn mætti í dómsal í gær í dökkum jakkafötum. Með honum voru eiginkona hans Hilaria, bróðir hans Stephen og systirin Beth.

Verjandi Baldwin er stjörnulögmaðurinn Alex Spiro sem hefur áður tekið að sér hagsmunagæslu fyrir fólk á borð við Elon Musk og Jay-Z. Spiro sagði í sínu opnunarávarpi að leikarinn var í góðri trú um að vopnið væri óhlaðið, enda var það ekki á hans ábyrgð að tryggja að svo væri. Reglur um vopnaburð eiga venjulega ekki við um leikara sem eru í upptökum.

„Þið hafið öll séð byssubardaga í kvikmyndum,“ sagði Spiro við kviðdóminn og nefndi kvikmyndir á borð við Platoon, Apocalypse New og vestran Butch Cassidy and the Sundance Kid.

„Ástæðan fyrir þessum atriðum er sú að það er búið að tryggja öryggi áður en leikaranum er rétt vopn.“

Baldwin hefur ítrekað haldið því fram að voðaskotið hafi orðið vegna bilunar í vopninu. Hann þverneitar að hafa tekið í gikkinn. Spiro virðist þó ætla að fara aðra leið í vörn sinni fyrir leikarann. Enn er því haldið fram að leikarinn sé saklaus en þó gengist við því að hann gæti hafa tekið í gikkinn, en það ætti engu máli að skipta þar sem leikarinn hafi mátt trúa því að vopnið væri öruggt.

„Á tökustað kvikmynda þá má taka í gikkinn. Svo jafnvel ef hann tók í gikkinn af ásetningi, þá þýðir það ekki að hann sé sekur um manndráp.“

Kviðdómur fékk í gær að sjá myndefni frá þessum örlagaríka degi. Baldwin var sem steinrunninn á meðan myndskeiðin voru spiluð, með krosslagðar hendur og gjóaði augum við og við til kviðdóms.

„Andaðu djúpt Halyna, andaðu djúpt,“ segir sjúkraliði við kvikmyndatökukonuna eftir voðaskotið. Á meðan stendur leikstjórinn, Joel Souza, sem einnig varð fyrir skotinu, upp og öskrar af sársauka.

Ekki liggur enn fyrir hvort Baldwin muni gefa skýrslu í aðalmeðferðinni. Sérfræðingar telja að slíkt hefði nokkra áhættu í för með sér fyrir leikarann þar sem saksóknari fengi þá að spyrja hann spjörunum úr.

Reiknað er með að aðalmeðferð ljúki í næstu viku. Siro sagði við kviðdóm í gær að mál þetta fjalli um skelfilegan harmleik. Engu að síður hafi ákæruvaldið valið að draga leikarann fyrir dóm og saka hann um manndráp, án þess þó að hafa nokkra sönnun um að manndráp hafi átt sér stað.

„Hann vissi ekki og hafði enga ástæðu til að ætla að byssan væri hlaðin með alvöru skoti. Það er lykilatriðið í þessu mái. Þetta skot. Það er banvæni þátturinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hollywood-stjarna svarar til saka fyrir voðaskot – Næstu stóru sjónvarpsréttarhöldin hefjast í dag

Hollywood-stjarna svarar til saka fyrir voðaskot – Næstu stóru sjónvarpsréttarhöldin hefjast í dag
Fókus
Fyrir 6 dögum

Margrét varð ófrísk 17 ára og þurfti að berjast fyrir skólagöngunni -„Starfsfólk sem hélt bara ekkert með mér“

Margrét varð ófrísk 17 ára og þurfti að berjast fyrir skólagöngunni -„Starfsfólk sem hélt bara ekkert með mér“