fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 11. júlí 2024 18:30

Haukur Már Hauksson eigandi veitingastaðarins Yuzu. Mynd: Skjáskot YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það voru franskar á Yuzu sem voru mjög vinsælar, margir fastagestir búnir að fá ógeð á þeim, þeir sem voru að borða mikið af þeim, þar á meðal ég. Ég vildi fá svona meira clean franskar,“ segir Haukur Már Hauksson eigandi veitingastaðarins Yuzu.

Haukur Már ræðir við þá Dag og Óla í þættinum Blekaðir um breytingarnar á frönskum á Yuzu, sem hann segir mikið hitamál, en breytingarnar ollu nokkurri óánægju meðal einhverra viðskiptavina Yuzu.

„Margir af mínum uppáhalds burgerstöðum eru með crinkle cut franskar, sem eru franskarnar sem við erum með núna. Þetta eru franskar sem Íslendingar þekkja sem Bónus franskar, svona zik zak skurður,“ segir Haukur Már. Segir hann þessar franskar bjóða upp á fleiri fleti til að gera þær krönsí og taki sósuna betur upp.

Segist hann mögulega hafa misst fastakúnna vegna málsins, en aðrir hafi verið komnir með ógeð á frönskunum. Sjálfur hafi hann aldrei klárað skammtinn.

„Ég var í klefanum í World Class, ég var ekki í fötum og gæinn við hliðina á mér var ekki í fötum. Og hann svona pikkaði í mig og eitthvað: „Heyrðu þessar franskar.“ Ég hef lent í alls konar með þessar franskar, ég hef svona semi fengið morðhótanir.“

Segir að hann að 2-3 mánuðum eftir að hann hætti með fyrri frönskurnar þá hafi þær orðið ólöglegar í Evrópu vegna innihaldsefna. „Mér persónulega finnst nýju frönskurnar betri og margir eru að átta sig á því núna, það eru allavega fáir að væla yfir því í dag.

Ég er miklu ánægðari með nýju franskarnar, og það eru margir sammála því, þær eru betri. Og þó ég vildi skipta aftur í hinar, þá bara get ég það ekki. Þannig að sorrí, sorrí ef þú elskaðir gömlu franskarnar á Yuzu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur