fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 11. júlí 2024 13:30

Vedder í Dublin, rétt áður en veikindin skullu á. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rokkhljómsveitin Pearl Jam aflýsti tónleikum í London um mánaðamótin, og svo tveimur í Berlín til viðbótar vegna veikinda. Söngvarinn Eddie Vedder segir nú að hann hafi verið nær dauða en lífi á þessum tíma.

„Ég verð að segja að í síðustu viku leið mér eins og ég væri við dauðans dyr. Þetta var mjög óþægilegt og ég varð hræddur,“ sagði Vedder á tónleikum í Barcelona.

Það kom mörgum á óvart þegar Pearl Jam aflýstu tónleikum sínum á Tottenham vellinum í London þann 29. júní síðastliðinn. Samkvæmt heimildum DV flugu margir Íslendingar út til að sjá þá en fréttu það daginn áður að tónleikunum hefði verið aflýst. Skömmu síðar aflýstu Pearl Jam tónleikum sínum í Berlín dagana 2. og 3. júlí.

„Mér fannst þetta vera eins og bronkítis í brjóstkassanum. Þetta var eitthvað. Mér leið eins og ég gæti ekki andað og að ég myndi ekki lifa af kvöldið og að ég yrði að fara á spítalann,“ sagði Vedder. „Fleiri fengu þetta. Þú áttar þig á því hversu verðmætt lífið er. Hversu heppin við erum að lifa á plánetu sem við getum ferðast um og spilað fyrir ótrúlegt fólk eins og hér í þessum sal í kvöld. Þetta var alvarleg lífsreynsla. Ég gleymi henni ekki í bráð. Og við gleymum þessu kvöldi heldur ekki í bráð.“

Ekki hefur verið gefið upp hvers konar veikindi var um að ræða. En Pearl Jam hafa heitið því að skipuleggja nýja tónleika á þeim stöðum sem þeir aflýstu tónleikum á.

Pearl Jam hefur verið lýst sem einu af fjórum stóru grugg böndunum. Söngvarar hinna þriggja bandanna eru allir látnir. Það er Kurt Cobain í Nirvana, Layne Staley í Alice in Chains og Chris Cornell í Soundgarden.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram