fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Fókus

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 14:06

Sigvaldi Kaldalóns

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lífið er ekki alltaf eins og það er svo gaman þegar maður prófar eitthvað og þið gerið það samferða, það styrkir þig ekki bara sem einstakling heldur líka sem par. Svo alast börnin upp við að þetta sé eðlilegt og það eflir þau í komandi tíð. Útlandaflutningur er eitthvað sem fer í bókina og allir sitja uppi með einhverja reynslu“

segir Svali í viðtali við Sindra Má í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Sig­valdi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er best þekktur, flutti með eiginkonu og þrjá syni, tveggja og hálfs árs, átta og níu ára, til eyjunnar Tenerife í desember 2017. Fjölskyldan undi hag sínum vel þar og stofnaði meðal annars fyrirtækið Tenerifeferðir þar sem Svali ferðaðist með fólk um eyjuna sólríku. Svali var þekktur fjölmiðlamaður þegar fjölskyldan flutti út og stóð svo sem ekki til að flytja aftur heim. En árið 2023 flutti fjölskyldan aftur heim.

„Mig langaði að prófa eitthvað annað og ég hugsaði að besta leiðin væri að vera einhvers staðar í útlöndum,“ segir Svali um ástæðu þess að hann flutti til Tenerife fyrir tæpum sjö árum síðan. „Konan var búin að klippa hár í 20 ár og alveg til í að prófa eitthvað nýtt.“ 

Segir hann flutninginn til Tenerife hafa komið hratt upp á. „Þú verður bara að taka ákvörðunina og þetta er ákvörðun sem við munum aldrei sjá eftir. Í dag er gaman að horfa til baka yfir þetta tímabil. Guð minn góður hvað þetta er góð reynsla og hvað við lærðum mikið á þessu. Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar en hér, þú hringir ekki í vin eða frænda til að redda þér, það er bara ekki hægt, það er ekkert net. Bara að koma bíl á verkstæði, sem dæmi, er vesen. Hver á að passa ef eitt barn er veikt, sem betur fer vorum við að vinna fyrir okkur sjálf.“ 

Svali segir að fólk sem hyggist flytja í annað land eigi að hugsa flutninginn til lágmark tveggja ára. „Þetta er ekki þess virði annars. Þú nærð ekki að aðlagast samfélaginu á styttri tíma. Við ákváðum að leigja úti og eiga pening til að fleyta okkur áfram. Svo ef þú ert móttækilegur þá gerast alls konar hlutir. Svo fór mesti krafturinn í að stofna fyrirtæki úti, sem er enn starfandi. Við værum trúlega komin öll heim ef það væri ekki.“ 

Hann segir hjónin hafa selt allt til að klippa taugina við heimalandið. Flutningur var þó alls ekki dans á rósum, því eldri synirnir tveir voru ekki sáttir í byrjun og segir hann það hafa tekið 18 mánuði í þeirra tilviki að fá synina til að sætta sig við ný heimkynni. „Ég hef ekki tölu hvað ég hugsaði oft þegar ég lagðist á koddann: Hvað varstu að spá?“ 

Segir hann að það hafi verið erfitt að flytja með synina í nýtt land og þau hafi verið vöruð við því að á einhverjum tímapunkti væru þau verstu foreldrar í heimi að mati sonanna.

„Þegar þú tekur þá úr umhverfinu munu þeir lenda í að þeim líður illa í skólanum, þeir skilja ekkert, komnir í framandi land, fara að sakna vinanna eftir 4-5 mánuði. Af hverju getum við ekki farið heim aftur?“ segir Svali, en synirnir voru í ríkisskóla í þrjú ár þar sem eingöngu var töluð spænska.

Segir hann einnig að umhverfið hafi ekki verið eins og hann átti von á, skólinn erfiður og erfitt að komast að, erfitt að fara út í búð þar sem þau kunnu ekki tungumálið. „En það var búið að segja okkur þetta, þannig að við vissum það. Eftir þennan tíma þegar maður er sestur að, það er stórkostleg upplifun. Um leið og maður fann að maður var farinn að gera eitthvað, kominn með einhver verkefni, farinn að vinna og búa til rútínu. Svo heyrir maður krakkana tala smá spænsku það var skemmtilegt að heyra.“

Aðspurður segist Svali vera fugl á fleygiferð og það þurfi einhver að vera á staðnum til að tengja hann, og það geri konan hans, sem sé til í alls konar en ekki allt.

„Við ætlum að taka minnsta kosti næstu tvö ár í þessum fjarbúðargír, strákarnir eru að fara í Tækniskólann að læra píparann og rafvirkjann. Síðan dreymir mig um að fara til Ítalíu, það er ekkert ákveðið, en mér þykir líklegt að við eigum eftir að fóta okkur þar.“

Aðspurður um erfiðleika og gallana við að flytja í annað land segir Svali: „Að vera frá öllum, ekkert net, en það koma allir í heimsókn ef það er ekki langt að fara. Kerfið, pappírsmálin, það að þurfa að byrja allt frá grunni alltaf, skilja ekki neitt, þú ert alltaf svolítið þreyttur, alltaf að reyna að þýða allt. Þú ert stanslaust í vinnunni með skallann á þér af því þú vilt læra tungumálið og það er ekki mikil enska. Það eru alls konar hlutir sem verða flóknir sem okkur finnst mjög einfaldir í dag,“ segir Svali sem segist næst ætla að vera með aðstoðarmann.

„Ég myndi alltaf mæla með ef fólk er að fara eitthvað og vill virkilega kynnast fólkinu á svæðinu að búa ekki á túristasvæðinu. Það hafa allir gott af því að fara út úr þessum kassa. Hvað er það versta sem gerist?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hollywood-stjarna svarar til saka fyrir voðaskot – Næstu stóru sjónvarpsréttarhöldin hefjast í dag

Hollywood-stjarna svarar til saka fyrir voðaskot – Næstu stóru sjónvarpsréttarhöldin hefjast í dag
Fókus
Fyrir 6 dögum

Margrét varð ófrísk 17 ára og þurfti að berjast fyrir skólagöngunni -„Starfsfólk sem hélt bara ekkert með mér“

Margrét varð ófrísk 17 ára og þurfti að berjast fyrir skólagöngunni -„Starfsfólk sem hélt bara ekkert með mér“