fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Ellý segir gjaldþrotin og erfiðleika hafa gert sig sterkari – „ Ég vel að vera ljón og vera sterk“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 09:30

Ellý Ármanns Mynd: KSJ/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellý Ármanns segir að erfiðleikarnir hafi gert hana sterka og kennt henni að standa með sjálfri sér. Ellý, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, hefur meðal annars farið í gegnum tvö gjaldþrotaferli, sem hún segir að hafi tekið mikið á, en að sama skapi kennt sér mikið:

,,Það tekur enginn frá mér gleðina og þakklætið sem ég finn núna alla daga, af því að ég hef svo sannarlega þurft að vinna fyrir því. Ég hef þurft að fara í gegnum mjög erfiða tíma, en þau tímabil hafa kennt mér að standa með sjálfri mér á hverjum degi. Ég fór í gegnum tvö gjaldþrot og þau ferli hafa kennt mér mikið. Ég var í ástarsambandi, þar sem allt féll á mig eftir að því lauk, en daginn eftir að ég kláraði gjaldþrotið sem því fylgdi fékk ég boðun frá skattinum um að koma í yfirheyrslu vegna gjalda sem ég hafði ekki borgað. Ég hafði verið að reyna að redda mér einhvern vegin og á endanum fór af stað annað gjaldþrotaferli. Ég ákvað þá að hlusta á hvað lífið væri að reyna að segja mér og ég hafði greinilega ekki tekið á móti lexíunni,” segir Ellý, sem segir oft erfitt að átta sig á því á meðan á því stendur að í erfiðleikunum geti falist stórar gjafir:

„Í dag segi ég bara takk innilega fyrir gjaldþrotið, takk fyrir alla erfiðleikana, takk fyrir þetta glataða samband sem ég var í, það var hræðilegt, en það kom mér á staðinn sem ég er á í dag. Ef þessir hlutir hefðu ekki gerst, væri ég ekki þar sem ég er í dag og að gera það sem ég elska. Þetta er allt saman frábært, þó að ég óski engum þess að fara í gegnum svona erfiða hluti. En það er í raun ekkert á milli þess að vera fórnarlamb eða sterkur. Maður verður að velja. Ég vel að vera ljón og vera sterk. Alla daga. Stundum er ég alveg að byrja að detta í fórnarlambið, en sem betur fer er ég fljót að stoppa mig af og halda alltaf áfram,” segir Ellý, sem segist æfa sig daglega í að standa með sjálfri sér. Hún notar ákveðnar æfingar til að hjálpa sér við að minna sig á þetta:

„Ég horfi í spegilinn á hverjum morgni og segi: „Ellý, ég elska þig og stend með þér eins og þú ert. Ég er besta vinkona þín sama hvað aðrir segja. Í dag stend ég með þér.” Svo fer ég fram og fæ mér kaffi og fer inn í daginn minn og því oftar sem ég geri þetta því betur finn ég að þetta virkar.”

Ellý segist hafa breyst mjög mikið á undanförnum árum og að það komi fyrir að fólk eigi erfitt með að sætta sig við það:

„Það gerist ennþá mjög reglulega að það komi upp að mér fólk sem man eftir gömlu Ellý og vill gömlu Ellý og getur ekki sætt sig við að ég er breytt. Fólk sem segir að ég eigi ekki að mála og að ég eigi að gera eitthvað annað en það sem ég elska. Það er búið að ákveða að ég eigi að vera í ákveðnu boxi og verður að láta það í ljós. Ég er orðin mjög góð í að láta svona fara inn um annað eyrað og út um hitt. Ég veit hver ég er og fyrir hvað ég stend og á hvaða vegferð ég er.”

Viðtalið við Ellý og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar má nálgast inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“