fbpx
Miðvikudagur 03.júlí 2024
Fókus

Fann dularfullan kassa í fataskáp eiginkonunnar – Innihaldið rústaði hjónabandinu

Fókus
Mánudaginn 1. júlí 2024 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður segir að hjónaband hans og eiginkonunnar sé við það að fara í vaskinn eftir að hann fann dularfullan kassa sem búið var að fela vandlega í fataskáp eiginkonu hans.

Maðurinn sagði sögu sína á Reddit en forsaga málsins er sú að eiginkonan, sem hann er búinn að vera giftur í tíu ár, var að fara í „vinkonuferð“ fyrir skemmstu.

Daily Star segir frá þessu.

Maðurinn ákvað að taka heimilið í gegn á meðan eiginkonan skemmti sér með vinkonum sínum en honum brá heldur betur í brún þegar hann fór í fataskáp eiginkonunnar til að ganga frá fötum af henni. Þar fann hann kassa sem meðal annars innihélt farsíma, bréf og ljósmyndir af eiginkonu hans með öðrum manni.

„Þetta voru ástarbréf en þau voru ekki frá mér. Þau voru frá einhverjum sem kallaði sig „A“. Myndirnar voru af eiginkonu minni og öðrum manni og farsíminn var fullur af smáskilaboðum á milli hennar og „A“. Ég las nógu langt til að komast að því að þessi samskipti höfðu staðið yfir í að minnsta kosti sex mánuði,“ sagði maðurinn og bætti við að konan hans hefði hitt manninn meðan hann var í vinnu og þegar hún sagðist ætla að hitta vinkonur sínar.

Maðurinn segist hafa rætt málin við eiginkonuna þegar hún kom heim og er skemmst frá því að segja að hún þrætti ekki fyrir að hafa haldið fram hjá. Hún kvaðst þó vera full eftirsjár og sagði að „þetta hefði bara gerst“.

„Hún er hjá vinkonu sinni núna og ég er hér í tómu húsi, að reyna að skilja þetta allt saman. Partur af mér vill fyrirgefa henni en annar partur öskrar á mig að ég muni aldrei geta treyst henni aftur.“ Leitaði maðurinn ráða um hvað væri best að gera í þessari erfiðu og leiðinlegu stöðu.

Margir hafa lagt orð í belg undir færslu mannsins og benda sumir á að hún hafi bara játað framhjáhaldið af því að það komst upp um hana. Hún hefði að líkindum haldið því áfram ef hann hefði ekki fundið kassann og innihald hans. Það eina rétta í stöðunni sé að sækja um skilnað og halda áfram með lífið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er búin að horfa milljón sinnum á fallega lagið sem þú samdir til mín“

„Ég er búin að horfa milljón sinnum á fallega lagið sem þú samdir til mín“
Fókus
Í gær

Eva var send heim af bráðamóttökunni með laxerolíu – „Það hvarflaði ekki að neinum að ég væri með krabbamein“

Eva var send heim af bráðamóttökunni með laxerolíu – „Það hvarflaði ekki að neinum að ég væri með krabbamein“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilnaðarlögfræðingur segir að konur séu alveg jafn sekar og karlmenn þegar kemur að þessu

Skilnaðarlögfræðingur segir að konur séu alveg jafn sekar og karlmenn þegar kemur að þessu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Heimsókn Kendall Jenner á Louvre-safnið olli fjaðrafoki – „Þvílík vanvirðing“

Heimsókn Kendall Jenner á Louvre-safnið olli fjaðrafoki – „Þvílík vanvirðing“