fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Ragnhildur segir hormónakerfi kvenna viðkvæmari en karla – „Þeir eru vanari svengdinni“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 8. júní 2024 18:30

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir hormónakerfi kvenna miklu viðkvæmara fyrir langvarandi megrun og stífum æfingum en karlanna. Konur þurfi fleiri hitaeiningar en karlar enda sjá þær um að koma börnunum í heiminn.

„Þeir voru greyin látnir ráfa hungraðir um steppurnar í leit að æti í gamla daga, svo þeir eru vanari svengdinni.“

Ragga segir að konur þurfi 45 hitaeiningar fyrir hvert kíló af fitufríum massa til að viðhalda heilsu og heilbrigði. Til að tálga af sér líkamsfitu þurfa konur að minnsta kosti 30-35 hitaeiningar fyrir hvert kíló af fitufríum massa.

„Það þýðir að 80 kg kona sem er 20% líkamsfita þarf að gúlla 2200 hitaeiningar á dag.

Flestar konur tutla eins og spörfugl í matinn sinn og borða langt undir hitaeiningaþörf jafnvel þó það sé til að missa fitu.“

Ragga segir rannsóknir sýna að hormónar sem stýra grunnbrennslu og efnaskiptum verða miður sín á aðeins fimm dögum þegar hitaeininganeysla fer undir 30 hitaeiningar per kíló af fitufríum massa.

„Aggressíf megrun með 1200-1500 hitaeininga matarplan til að tálga smjör af skotti hafa riðið húsum en það magn rétt dugar til að viðhalda grunn líkamsstarfssemi, og halda maskínunni gangandi. Það eru hitaeiningar sem duga til að halda lífi í gamalmenni í dauðadái. En samt er þetta hitaeiningafjöldi sem margar konur eru látnar innbyrða á matarplani.

Konur í ræktinni, fullri vinnu, sækja og skutla, gera og græja, bera innkaupapoka, halda á barni við eldamennsku, ryksuga og skúra og stunda kynlíf. Líkaminn gefur þér löngutöng með lækkaðri grunnbrennslu, síþreytu, vöðvaverkjum, heilaþoku, blæðingastoppi, hárlosi, minnisleysi, hausverkjum, svefnleysi og almennu áhugaleysi. Því hann upplifir meiriháttar ógn þegar fóðrið er af skornum skammti og keyrir þig lóðrétt í streitukerfið og marinerar allt í kortisóli.“

Ragga segir konur þurfa að gefa sér lengri tíma í fitutap með hærri hitaeiningum svo hormónakerfið og grunnbrennslan fari ekki á felguna.

„Langvarandi hangs á horriminni megnið af árinu með horuðum hitaeiningum, kolvetni skorin við nögl og satanískar æfingar getur verið algjör katastrófa fyrir hormónastarfsemi, grunnbrennslun, beinaheilsu og vöðvamassa kvenna.

Því hærri hitaeiningar í fitutapi, því meiri líkur eru á að viðhalda kjötinu en missa lýsið.
Hærri hitaeiningar og lengri tími tryggja heilbrigðari og samvinnuþýðari skrokk, hamingjusamt hormónakerfi og dúndrandi grunnbrennslu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur