fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Þú gætir hafa séð hana í sínu síðasta hlutverki

Fókus
Miðvikudaginn 5. júní 2024 09:02

Evangeline Lilly. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíska leikkonan Evangeline Lilly gæti hafa leikið sitt síðasta hlutverk í Hollywood en lítið hefur sést til hennar á hvíta tjaldinu á síðustu árum.

Lilly sló fyrst í gegn í þáttunum Lost sem sýndir voru á árunum 2004 til 2010 og kom hennar síðasta hlutverk í myndinni Ant-Man and the Wasp: Quantumania sem frumsýnd var í fyrra. Tökum á myndinni lauk fyrir þremur árum og hefur Lilly ekki tekið að sér neitt verkefni síðan þá.

Leikkonan, sem er orðin 44 ára, segir að hún hafi sett leiklistarferilinn á hilluna – í bili að minnsta kosti – og hún gæti ekki verið hamingjusamari.

Lilly birti myndband á Instagram-síðu sinni sem var tekið árið 2006 en í myndbandinu sagði hún meðal annars: „Ég er hrædd við að viðurkenna þetta fyrir leiklistarheiminum en eftir tíu ár væri ég til í að vera hætt að leika og búin að eignast fjölskyldu. Ég væri til í að skrifa og sinna mannúðarstörfum.“

Það er skemmst frá því að segja að síðan myndbandið var tekið fyrir 18 árum hefur Lilly eignast tvö börn, skrifað nokkrar barnabækur og sinnt mannúðarstörfum í löndum eins og Rúanda.

Lilly segist ekki geta verið hamingjusamari þessa dagana. „Það getur verið að ég snúi aftur til Hollywood einhvern daginn, en, eins og sakir standa, er þetta þar sem ég á heima.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram