fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Gömulreynd leikkona lætur allt flakka – Sagði óþefinn streyma frá heimsfrægum stórleikara

Fókus
Þriðjudaginn 4. júní 2024 16:30

Miriam Margolyes (í miðjunni) í leiksýningu árið 2019/Mynd: Dave Benett/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin gamalreynda breska leikkona Miriam Margolyes er þekkt fyrir einstaklega mikla hreinskilni í viðtölum og lætur jafnan allt flakka. Leikkonan er 82 ára gömul og er einna þekktust fyrir að leika prófessorinn Pomona Sprout í kvikmyndunum um galdrastrákinn Harry Potter. Margolyes er dáð í Bretlandi fyrir hispursleysi sitt ekki síst þegar kemur að því þegar hún er spurð álits á öðru frægu fólki. Hún er ekkki feimin við að segja það ef henni þykir lítið til manneskju koma þótt viðkomandi sé heimsfrægur. Nú síðast lét hún að sögn ýmislegt flakka þegar hún kom fram á hátíð um síðastliðna helgi.

Daily Mail hefur tekið saman nokkur ummæli sem hin gamalreynda leikona hefur látið falla um ýmis frægðarmenni á síðustu árum.

Árið 2014 var leikkonan gestur í gestur í spjallþætti Graham Norton á BBC ásamt söngkonunni Lily Allen. Margoleyes sagðist ekki hafa verið sátt við framkomu söngkonunnar í sinn garð, hún hefði verið hranaleg og látið eins og þátturinn snerist bara um hana. Margoleyes var ekki að fela það á meðan útsendingu þáttarins stóð að henni líkaði ekki framkoma Allen en sagði síðar að líklega hefði verið rétta leiðin að kenna söngkonunni, sem er meira en 40 árum yngri, að haga sér almennilega.

Vond lykt af Rómeó

Árið 2022 var Margolyes gestur í morgunþættinum This Morning á ITV og ræddi þá meðal annars um samstarf hennar og leikarans heimsfræga Leonardo DiCaprio í kvikmyndaútgáfu sögu William Shakespeare um og Júlíu sem frumsýnd var 1996. Hún sagði að það hefði verið vond lykt af DiCaprio en skýrði það með því að tökur hefðu farið fram í miklum hita í Mexíkó og ungir menn eins og hann hefði þá verið sinntu því illa að lykta vel og þrífa þá líkamshluta sem nauðsynlegt væri að þrífa vel.

Grínistinn og leikarinn John Cleese er ekki í sérstöku uppáhaldi hjá Margolyes. Hún segir hann orðinn algjöran asna. Á síðasti ári sagði hún í viðtali meðal annars að Cleese væri orðinn fúllyndur og skipti ekki máli lengur. Hún rifjaði upp að þau hefðu verið á sama tíma í námi í Cambridge háskóla og að þar hefði komið í ljós að hann væri gæddur jafn litlum mannkostum og karta. Hún hefði verið í leikhópi með Cleese og vini hans, sem varð síðar hans helsti samstarfsmaður í grínhópnum Monty Python, Graham Chapman. Hún hefði verið eina konan í hópnum og þeir hefðu hunsað hana og sýnt henni hreina fyrirlitningu. Cleese hefði þó einu sinni verið frábær grínisti en væri það svo sannarlega ekki lengur.

Arnold prumpaði á hana

Miriam Margolyes er heldur ekki sérstaklega hrifin af Mick Jagger söngvara Rolling Stones. Hún hefur kallað hann ömurlega kuntu en það á einna helst rætur sínar að rekja til þess að fyrir 20 árum var hún í leiksýningu ásamt þáverandi kærustu Jagger, Sophie Dahl. Jagger hafi komið á nokkrar sýningar og þá iðulega komið baksviðs að sýningu lokinni. Hún segir söngvarann heimsfræga ekki hafa boðið af sér góðan þokka. Hann hafi verið hrokafullur og komið illa fram við kærustuna sem hafi verið mun yngri. Þar að auki væri tónlistin hans leiðinleg.

Þegar Margolyes og leikarinn og vaxtaræktarfrömuðurinn Arnold Schwarzenegger voru að æfa saman fyrir ónefnt kvikmyndaverkefni leysti hún óvart vind. Hún segir Arnold ekki hafa verið sáttann og haldið henni fastri svo hann gæti prumpað á hana. Hann hafi gert það beint við andlitið á henni og hlegið af krafti. Hún segir Arnold hafa komist upp með það margoft að hafa káfað á konum en hann hafi ekki haft áhuga á henni og hún því ekki orðið fyrir káfinu. Hún telji að honum hafi líkað illa við sig og segir hann afar leiðinlegan mann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“
Fókus
Fyrir 2 dögum

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu