fbpx
Þriðjudagur 02.júlí 2024
Fókus

Harry Bretaprins gert að útskýra hvernig mikilvæg málsgögn fóru forgörðum

Fókus
Sunnudaginn 30. júní 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Bretaprins hefur verið gert að útskýra hvernig meint sönnunargögn fóru forgörðum í málaferlum hans gegn fjölmiðlaveldinu New Group Newspaper sem meðal annars gefur út breska götublaðið The Sun.

Lögmaður fjölmiðlasteypunnar, Anthony Hudson, greindi dómara frá því í síðustu viku að prinsinn hefði eytt öllum drögum að æviminningum sínum, Spare, sem og skilaboðum sem hann átti við leigupenna bókarinnar, J.R. Moehringer.

Dómarinn í málinu sagði það áhyggjuefni að þessi gögn hafi farið forgörðum einhvern tímann á árunum 2021-2023. Sérstaklega í ljósi þess að þá hafði Harry þegar lagt fram kæru í máli sínu og því enn meira tilefni fyrir hann til að halda vel utan um mikilvæg gögn sem þessi.

Dómarinn sagði þetta hálf grunsamlegt og gæfi fullt tilefni til að setja spurningarmerki við málatilbúnað prinsins. Dómari gerði því prinsinum að útbúa greinargerð þar sem hann rekur hvað varð um samskipti hans við leigupennann, hvort prinsinn hafi reynt að endurheimta þessi gögn, og hvað hafi svo orðið um drögin að bók hans.

Lögmaður Harry, David Sherborne, segir þessi gögn engu máli skipta í þessu tiltekna máli og sé fjölmiðlasamsteypan bara að veiða í leit að haldbærum vörnum.

Harry er einn af fjölmörgum sem hafa stefnt fjölmiðlasteypunni fyrir að hafa brotið friðhelgi einkalífs þeirra. Er því haldið fram að blaðamenn og rannsakendur á vegum fjölmiðla New Group Newspaper, hafi stundað persónunjósnir á árunum 1994-2016 og þverbrotið lög við öflun frétta.

Prinsinn hefur áður stefnt fjölmiðlum og sakað um hleranir og ofsóknir, svo dæmi séu tekin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt brjóstatrend snýr aftur – „Undirtúttan“ áberandi í tískuvikunni

Vinsælt brjóstatrend snýr aftur – „Undirtúttan“ áberandi í tískuvikunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ástrós Rut minnist Bjarka Más á dánardegi hans – „Í huga mér, í hjarta mér, hjá mér að eilífu“

Ástrós Rut minnist Bjarka Más á dánardegi hans – „Í huga mér, í hjarta mér, hjá mér að eilífu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Barbie-sýning opnar í næstu viku

Barbie-sýning opnar í næstu viku
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kelly Clarkson varð kjaftstopp þegar Laufey sagði henni hvernig „Björk“ er borið fram

Kelly Clarkson varð kjaftstopp þegar Laufey sagði henni hvernig „Björk“ er borið fram