fbpx
Þriðjudagur 02.júlí 2024
Fókus

Google Translate kom upp um framhjáhald eiginmannsins

Fókus
Laugardaginn 29. júní 2024 21:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk hefur komist að framhjáhaldi maka með ýmsum leiðum. Apple-úr hefur komið upp um fólk, símareikningar og meira að segja sulta.

Sjá einnig: Sulta kom upp um framhjáhald Gerard Piqué

Fertug kona komst að framhjáhaldi eiginmanns síns með því að nota Google Translate.

„Google Translate sannaði fyrir mér að eiginmaður minn væri að stunda kynlíf með franskri konu,“ skrifar konan í bréfi sínu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun.

„Mér líður eins og ég geti ekki haldið áfram með líf mitt þar til ég eys úr skálum reiði minnar yfir hana.“

Konan er 40 ára, eiginmaður hennar er 42 ára og þau hafa verið saman í tuttugu ár og gift í tíu ár.

„Mig byrjaði að gruna að það væri ekki allt með felldu þegar hann fór að eyða miklum tíma í ræktinni. Ég skoðaði símann hans og fann dónaleg skilaboð á frönsku.

Kærastinn minn talar frönsku en hann lærði tungumálið þegar hann var að kenna í París fyrir mörgum árum.

Ég tala ekki frönsku en tjáknin (e. emoji) sem þau notuðu með skilaboðunum sögðu allt sem segja þurfti.

Ég færði svo textann yfir í Google Translate sem staðfesti grun minn.“

Konan komst að því að eiginmaður hennar hafi kynnst hjákonunni í fyrra þegar hún byrjaði að vinna í líkamsræktarstöðinni hans.

„Hún er bara 25 ára og hún er allt sem ég vildi óska þess að ég væri. Hún er með fullkominn líkama og lítur út eins og fyrirsæta. Þegar ég talaði við hann um þetta sagðist hann hafa bundið enda á framhjáhaldið og grátbað um fyrirgefningu.

Við erum að reyna að líta fram á veginn og endurbyggja traust og ég hef látið hann heyra það margoft, en mér líður eins og ég þurfi líka að öskra á hana.

Ég hef sent henni skilaboð og sagt að ég viti um framhjáhaldið, sem var erfitt því ég þurfti að þýða skilaboðin yfir á frönsku og svar hennar yfir á ensku.

En mér finnst eins og ég hafi ekki náð að gera það nógu ljóst hversu reið ég er. Eiginmaður minn og fjölskylda mín vilja ekki að ég tali við hana, en mér finnst hún þurfa að heyra hvað ég hef að segja.

Hún virtist ekkert sjá eftir þessu þegar ég talaði við hana og var alveg sama um sársaukann sem ég hef þurft að upplifa.

Ég er sífellt að ímynda mér aðstæður þar sem ég hitti hana og segi það sem ég vil við hana og ég veit að það myndi láta mér líða betur ef ég gæti gert þetta í alvörunni. Hvort sem hún skilur mig eða ekki.

Ég þarf að gera þetta svo ég og eiginmaður minn getum haldið áfram með lífið. Hvað ætti ég að gera?“

Ráðgjafinn svarar

„Þér á kannski eftir að líða betur í smá stund eftir að hafa látið hana heyra það, en það er ekki að fara að hjálpa þér í alvörunni.

Hún veit hvað hún hefur gert og eiginmaður þinn valdi þig, ekki hana.

Það sem skiptir máli núna er ykkar samband og það þýðir að þið þurfið bæði að skilja hjákonuna eftir í fortíðinni.

Það gæti hjálpað að tala við einhvern sem tengist ekki málinu, talaðu við ráðgjafa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsstellingin sem latar konur elska

Kynlífsstellingin sem latar konur elska
Fókus
Fyrir 3 dögum

Háklassa vændiskona um hvað hún gerir þegar viðskiptavinur er mjög óaðlaðandi

Háklassa vændiskona um hvað hún gerir þegar viðskiptavinur er mjög óaðlaðandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Verð á strætómiða til Hafnar í Hornafirði vekur furðu – „Ástandið virðist bara versna ár eftir ár“ 

Verð á strætómiða til Hafnar í Hornafirði vekur furðu – „Ástandið virðist bara versna ár eftir ár“ 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hættu að pæla í 69 – Kynlífsstellingin „68“ er það heitasta í dag

Hættu að pæla í 69 – Kynlífsstellingin „68“ er það heitasta í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“