fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fókus

Skilnaðarlögfræðingur segir að konur séu alveg jafn sekar og karlmenn þegar kemur að þessu

Fókus
Föstudaginn 28. júní 2024 12:50

Jana Hocking og vinkonur. Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski stefnumótasérfræðingurinn og fjölmiðlakonan Jana Hocking fékk grun sinn staðfestan þegar hún heyrði skilnaðarlögfræðing segja að konur halda alveg jafn mikið framhjá og karlmenn.

„Í mörg ár hef ég vitað skítugt lítið leyndarmál um okkur konurnar og þetta er meira að segja frekar algengt leyndarmál. En það var ekki fyrr en í síðustu viku sem ég fékk grun minn staðfestan.“

Jana var að hlusta á hlaðvarpið Diary of a CEO. Gestur þáttarins var frægur skilnaðarlögfræðingur, James Sexton.

Sjá einnig: Ríkur karlmaður setti eiginkonu sinni klikkaða reglu – „Svívirðilegasti“ kaupmáli sögunnar

Aðspurður hvor heldur oftar framhjá í sambandi, karl eða kona, sagði Sexton: „Bæði karlmenn og konur halda framhjá, og þau gera það gríðarlega oft.“

Jana bendir á orðanotkun hans. „Hann sagði „bæði“ og „gríðarlega oft,““ segir hún í pistli á News.com.au.

„Ég held að þú getir ekki sagt að karlinn eða konann geri það oftar en hinn aðilinn. Ég held að karlmenn séu oftar sakaðir um að eyðileggja sambönd með framhjáhaldi heldur en konur,“ sagði Sexton.

Hefur haldið framhjá

Jana segir að þessi uppgötvun hafi haft mikil áhrif á hana. „Í mörg ár hef ég haldið að karlmenn haldi oftar framhjá en konur, en mín upplifun hefur verið önnur. Vinkonur mínar (og já því miður ég líka) hafa haldið framhjá. Munurinn á okkur og karlmönnum er að við erum betri að halda þessu leyndu. Við erum sérfræðingar að fela slóðina,“ segir hún.

„Karlmenn gleyma sér, þeir gleyma að eyða skilaboðum úr símanum, gleyma að eiginkonur þeirra skoða símareikningana þeirra, bankareikningana og þrífa fötin þeirra með varalitafari annarrar konu.

Vinkona mín komst að framhjáhaldi eiginmanns hennar eftir að barnið þeirra fann tómt smokkabréf í aftursætinu á bílnum þeirra.

Önnur vinkona mín fór í gegnum síma eiginmannsins eitt kvöldið þegar hann kom heim fullur og komst að því að hann hefði átt hjákonu í fjögur ár. Öll skilaboðin voru enn í símanum hans.

Vinkonur mínar eru hins vegar eins og leynilögreglumenn […] þú munt ekki finna neitt sem sannar sekt þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Leikkona The Notebook með Alzheimers

Leikkona The Notebook með Alzheimers
Fókus
Í gær

Finnst pabbi sinn hafa verið of fljótur að jafna sig eftir fráfall mömmu hennar – Með hverjum gerir allt verra

Finnst pabbi sinn hafa verið of fljótur að jafna sig eftir fráfall mömmu hennar – Með hverjum gerir allt verra