fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fókus

Gekkst undir brjóstastækkun á vafasömum stað þegar hún var 19 ára

Fókus
Föstudaginn 28. júní 2024 13:29

Tori Spelling.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Tori Spelling, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í geysivinsælu þáttunum Beverly Hills 90210, segir að hún hafi gengist undir brjóstastækkun á frekar vafasömum stað þegar hún var aðeins nítján ára gömul.

Hún sagði frá þessu í hlaðvarpsþætti sínum misSpelling.

Tori Spelling.

„Þetta var í fyrsta sinn sem ég fór í brjóstastækkun. Þáverandi vinkona mín… þetta var þessi vondi kærasti sem ég tala stundum um, þetta var kærasta vinar hans, og hún var alveg: „Ó, þú þarft bara að fara þangað.“ Ég fór til læknisins sem hún benti mér á og stofan hans var í verslunarkjarna. Ég er ekki að djóka. Ég held hann hafi verið ágætis læknir, en þetta var skurðstofa í verslunarkjarna. Ég var nítján ára […] og mjög ringluð,“ sagði hún.

With her Beverly Hills, 90210 co-stars.
Beverly Hills 90210 voru gífurlega vinsælir þættir.

„Auðvitað sagði ég ekki neitt. Ég gekkst undir aðgerðina og vinir mínir fóru með mig heim. Á þessum tíma voru Alicia Silverstone og Carmen Electra bestu vinkonur mínar og þær sáu um mig. Ég gæti ekki skáldað þetta.“

Leikkonan sagði að hún hafi á endanum þurft að gangast undir aðra brjóstaaðgerð.

„Ég fór aftur í brjóstaaðgerð en þá lét ég minnka þau. Þegar ég skoða myndir af mér frá tíunda áratugnum þá finnst mér brjóstin mín flott. Ég vildi óska þess að ég hafi ekki fengið mér brjóstapúða. Ég var í stærð 32B eða jafnvel A+. Ég vildi bara aðeins meiri fyllingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Leikkona The Notebook með Alzheimers

Leikkona The Notebook með Alzheimers
Fókus
Í gær

Finnst pabbi sinn hafa verið of fljótur að jafna sig eftir fráfall mömmu hennar – Með hverjum gerir allt verra

Finnst pabbi sinn hafa verið of fljótur að jafna sig eftir fráfall mömmu hennar – Með hverjum gerir allt verra