fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Fókus

Ástrós Rut minnist Bjarka Más á dánardegi hans – „Í huga mér, í hjarta mér, hjá mér að eilífu“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. júní 2024 09:30

Ástrós Rut og Bjarki Þór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástrós Rut Sigurðardóttir minnist eiginmanns síns heitins, Bjarka Más Sigvaldasonar. Bjarki Már lést þann 27. júní 2019, aðeins 32 ára gamall, eftir sjö ára baráttu við krabbamein. Saman eignuðust þau dótturina Emmu Rut.

Ástrós og Bjarki sögðu sögu sína á sínum tíma í viðtali í Ísland í dag og opnuðu sig um baráttuna, lífið og framtíðina. 

Ástrós Rut minntist Bjarka Más í einlægri færslu á samfélagsmiðlum í gær. Hún segist hafa tekið þá ákvörðun að minnast hans á afmælisdegi hans 12. apríl, en dagurinn í gær hafi verið aðeins öðruvísi:

„Í dag eru 5 ár síðan Bjarki minn allra besti kvaddi þessa tilvist og hélt af stað í annað ferðalag.

Ég tók snemma þá ákvörðun að minnast hans ekki á dánardegi heldur fagna afmælisdeginum hans 12.apríl og minnast hans sérstaklega þá. En dagurinn í dag er aðeins öðruvísi. Það eru 5 ár liðin og mig langar að minnast hans. Ég er tilbúin að minnast hans á þessum degi og tala um lang erfiðasta dag í mínu lífi. Að missa Bjarka var eins og að missa part úr hjartanu, það bara fúnkeraði ekki eins eftir að hann fór. Eftir situr skarð í hjarta og mölbrotin sál sem ég þurfti einhvern veginn að reyna að pússla saman og vera til staðar fyrir dóttur okkar, litla dásamlega kraftaverkið okkar sem svo sannarlega hélt mér á lífi.

Það liðu fjögur ár þangað til ég var tilbúin að viðurkenna sorgina og allt sem henni fylgir, fara í veikindaleyfi og leita mér faglegrar aðstoðar. Á þessum fjórum árum hafði ég nú áorkað ansi miklu, en á hnefanum. Yndislegur og ástríkur maður kom inn í líf mitt og gaf mér þrjú bestu börn í viðbót, ég gæti ekki verið þakklátari og hamingjusamari með þetta fallega líf sem við höfum náð að skapa okkur. En heilsan var að gefa sig. Alltof mikið álag og áföll á yfir 10 ára tímabili var að taka frá mér líkamlega og andlega heilsu og því var löngu kominn tími til að setja mig í forgang, eitthvað sem ég þekkti hvorki né kunni.

Á þessum 9 mánuðum sem ég hef verið í virkri endurhæfingu, hjá sálfræðingi, kírópraktor, sjúkraþjálfara, vatnsleikfimi, jóga og guð má vita hvað er ég að sjá mjög góðan árangur. Ég er sterkari líkamlega þó enn sé langt í land, ég er að ná að tækla erfiða daga mun betur og mér finnst ég hafa náð meiri sátt. Sátt við að lífið er eins og það er og sátt við að ég verð aldrei eins og ég var. Þó líkaminn hafi aðeins bognað og er veikari af vefjagigt þá er hausinn á mér mun sterkari fyrir vikið. Það er ekkert sem stoppar mig í dag í að ná mínum markmiðum þó ég þurfi að ná þeim á lengri tíma. Börnin mín eru spegilmynd af vegferðinni og vá hvað þau eru það allra besta sem ég veit og gera mig stolta á hverjum degi!

Í dag ætla ég að minnast Bjarka míns og vegferðarinnar þessi 5 ár sem hafa liðið. Því læt ég með bréf sem ég skrifaði þegar ég var í minni endurhæfingu og þurfti að skila inn verkefni sem sýndi mitt stærsta áfall og hvernig mér leið með það. Þetta bréf sýnir mínar hráustu tilfinningar, algjörlega berskjölduð í minni einlægustu von um að finna innri frið.

Einn dag í einu.

Í huga mér, í hjarta mér, hjá mér að eilífu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Baráttukonan Margrét um glímuna við MS-sjúkdóminn og áfallið sem hjónaskilnaðurinn var – „Þetta var á versta tíma lífs míns“

Baráttukonan Margrét um glímuna við MS-sjúkdóminn og áfallið sem hjónaskilnaðurinn var – „Þetta var á versta tíma lífs míns“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífsstellingin sem latar konur elska

Kynlífsstellingin sem latar konur elska
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“