fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Verð á strætómiða til Hafnar í Hornafirði vekur furðu – „Ástandið virðist bara versna ár eftir ár“ 

Fókus
Fimmtudaginn 27. júní 2024 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem vilja nýta sér Strætó til að komast frá höfuðborgarsvæðinu austur til Hafnar í Hornafirði þurfa að greiða hærra gjald fyrir farmiðann en gengur og gerist. Slíkt er skiljanlegt í ljósi þess að um langferð er að ræða.

Verðið á farmiðanum hefur þó vakið athygli, en fyrir ferðina þurfa fullorðnir að greiða 16.590 krónur.

Netverji á samfélagsmiðlinum X vakti athygli á verðinu sem hann segir „bara brjálæði.

„Það er ódýrara að ferðast einn í bíl. Ástandið virðist bara versna ár eftir ár, ótrúlegt að það sé ekki ennþá búið að gera betur fyrir langferðir.“

Björn Teitsson, fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, bendir á að það sæti furðu að það sé ódýrara að fljúga til Frakklands en að taka strætó til Hafnar í Hornafirði.

„Ódýrara að fljúga til Parísar en að taka rútu til Hafnar í Hornafirði. Getum við ekki gert betur?“

 

Fargjaldið er þó lægra ef ferðinni er heitið frá höfuðborgarsvæðinu til Akureyrar. Þá kostar farmiðinn 12.540 kr.

Samkvæmt flugleitarsíðunni Dophop er í mörgum tilvikum ódýrara fyrir fólk að skella sér erlendis en að taka langferð með Strætó.

Til London er hægt að komast fyrir 7 þúsund krónur, fyrir tæpar 10 þúsund krónur kemstu til Dyflinn og til Parísar kemst fólk á tæpar 13 þúsund krónur.

16 þúsund krónur skila þér til Berlín eða Osló og fyrir rúmlega 18 þúsund krónur kemstu annað hvort til Hamborgar, eða alla leið til Akureyrar með flugi.

Ódýrasta flugið til New York er á 21.500 og til Boston á 23 þúsund. Fyrir 24 þúsund krónur kemstu svo til Egilsstaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum